Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 51
Eigin(n) 49
5.2 Frávik í ritum firá s.hl. 19. aldar til síðustu aldamóta
5.2.1 Myndir beygðar að fomum hætti
Arið 1870 birtist eftirfarandi klausa um orðið eigin í málfarsathuga-
semdum Jóns Þorkelssonar (1822-1904) í tímaritinu Norðanfara
(1870:82):87
(34) Þetta lýsingarorð em menn nú famir að hafa óhneigilegt. Það
er eigi rétt. Fommenn hneigðu orðið eiginn (eigin eigit) sem
feginn ... Annaðhvort er að gjöra, að kasta þessu orði alveg
brott úr málinu, eða halda því og hneigja það sem hvert annað
lýsingarorð, t.d. eiginn sonr, eiginn son, eigins sonar, eignum
syni, eignir synir, eigna sonu, o. s. frv.
Þama er fast að orði kveðið. En ekki ber á öðm en að Jón (eða aðrir
sem e.t.v. boðuðu það sama) hafi að einhverju leyti haft erindi sem
erfiði.88 í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er að fmna ýmis dæmi frá
síðari hluta 19. aldar og fram á miðja síðustu öld um að menn hafi
beygt eiginn að fomum hætti.89 Nokkur þeirra em sýnd í (35), hið
yngsta í ritmálssafninu, (35d), er frá 1947.90
87 í aðfaraorðum að málfarsathugasemdunum (Um nokkurar rangar orðmyndir
eða orðskipanir í íslenzku) segir Jón að málið hafi verið komið í mikla niðurlægingu
á miðri 18. öld, en ýmsir hafi orðið til að endurskapa það og á árabilinu 1830-1870
hafi málið tekið miklum framforum. Enn sé þó margt sem betur mætti fara og ætlun
Jóns er að vekja máls á nokkrum orðmyndum eða orðskipunum sem honum virðast
„rangar eða ósamkvæmar eðli málsins."
88 Svo virðist þó sem menn hafi verið misjafnlega hrifnir af þessu orði. Samtíma-
maður Jóns Þorkelssonar, Konráð Gíslason (1808-1891), þýðir í danskri orðabók
sinni (1851) egen m.a. með ‘eiginn’ og hefur um danska orðið allmörg dæmi. En í ís-
lensku þýðingunum notar hann aldrei orðið eigin(n), sbr. t.d. Gjore noget af e. Drift
‘sjálfkrafa, af sjálfs dáðum, taka e-ð upp hjá sjálfum sjer’, Vi ere nupaa min e. Grund
‘í sjálfs míns landi’, Det er hans egne born ‘það eru bömin hans sjálfs’. Kannski
fannst Konráði betri kostur að „kasta orðinu brott úr málinu“ en að hafa það óbeygt.
En einnig er hugsanlegt að honum hafi einfaldlega þótt eigin(n) vond íslenska þar sem
orðið kom sjaldan fyrir í fomum ritum og á elsta skeiði einkum í þýðingum.
89 Dæmi er einnig að finna í tölvutæku textasafni Orðabókar Háskólans
(www.amastofnun.is).
90 Flest dæmin um beygðar myndir í ritmálssafninu má sjá í tölvutækri ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans (www.amastofnun.is), undir flettiorðinu eiginn.