Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 176

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 176
174 Ritdómar öfugt við einstök orð, þannig að hægara er að átta sig á notkun þeirra. Það dugar þó ekki alltaf til, t.d. er setningin Það er bytta til mín ‘It is a bytta to me’ ekki skýrð nánar. Einnig er getið orðalags í vesturíslensku sem rakið er til áhrifa frá ensku, annars vegar að orðinu hundrað sé sleppt úr ártölum og sagt t.d. átján sjötíu og sex og hins vegar notkun þátíðar þegar greint er ffá fæðingardegi eða fæðingarstað, t.d. Ég var fœdd(ur)... BA fullyrðir að í (nútíma)íslensku sé almennt höfð nútíð í þessu samhengi en vísar ekki til heimilda því til stuðnings; ekki skal dregið í efa að hún er algeng í slíkum setningum en það er a.m.k. auðvelt að finna dæmi um hið gagnstæða. í upphafi kaflans um orðaforða er fjallað um tökuorð og aðlögun þeirra undir fyrirsögninni „Degrees of Assimilation and Levelling“. Þessi undirkafli fjallar þó að stórum hluta um aðlögun íslenskra nafha, bæði staðar- og mannanafha, að ensku og breytingar á nafnavenjum til samræmis við það sem tíðkaðist í nýjum heimkynnum, t.d. með því að taka upp fjölskyldunafn í stað föðumafns og að gefa bömum ensk nöfn. Þessi umfjöllun, sem er að mestu leyti byggð á grein Haraldar Bessasonar ffá 1967, er fróðleg og með henni er einum þætti í aðlögun Vestur-íslendinga að nýju samfélagi gerð ágæt skil. Hún á samt illa heima í þessu samhengi því það er grund- vallarmunur á aðlögun nafna og aðlögun tökuorða. Nafnabreytingamar miðuðu að þvi að laga íslensk nöfh að ensku (eða taka upp ný nöfn sem hentuðu betur í enskumæl- andi samfélagi) og þær beindust fyrst og fremst út á við, að samfélaginu utan hins þrönga hóps Vestur-íslendinga. Fólk tók meðvitaða ákvörðun um að breyta nafninu sínu eða gefa bömum sínum ensk nöfn svo þau yrðu auðveldari í meðfömm fyrir þa sem ekki töluðu íslensku og minni hætta á misskilningi eða mglingi. Þama réðu þvi hagkvæmnisjónarmið og e.t.v. ósk um að falla betur inn í nýtt samfélag. Þessu er öfugt farið með tökuorð. í því tilviki eru ensk orð löguð að íslensku. Óvíst er að aðlögun þeirra sé nema að hluta til meðvituð og hún beinist inn á við í þeim skilningt að orðin em notuð í íslensku samhengi og í samskiptum fólks sem talar íslensku sin á milli. Vegna þessa munar hefði farið betur á að fjalla um nöfn og nafnasiði í sér- stökum undirkafla eða jafhvel í inngangsköflunum þar sem gerð er grein fyrir aðlögun íslensku innflytjendanna að kanadísku eða bandarísku samfélagi. 4. Beygingar Ekkert heildaryfírlit er yfir breytingar á beygingu orða í vesturíslensku eða þróun beygingakerfisins þótt vikið sé að einstökum beygingarlegum atriðum í köflunum urn orðaforða (3. kafli) og málkerfi vesturíslensku (5. kafli) og margt af því sem er sett undir „morphology" í síðamefnda kaflanum er ffemur setningafræðilegs eðlis en beygingarlegt, t.d. fallmörkun sagna og forsetninga. I kaflanum um tökuorð em birtar tölur um skiptingu nafnorða í athugunum þeirra Vilhjálms Stefánssonar (1903) og Haraldar Bessasonar (1967) eftir kyni en engar sambærilegar upplýsingar eru um nafnorð í gögnum BA. Kyn þeirra nafnorða sent birt em í orðalistum er þó gefið í sviga og fleirtölumynd tveggja orða, k(j)eik og trökk/trögg, er talin sem sérstök orð (keikur, keikar, keiks og trakkir - þótt enginn merkingarmunur virðist vera á eintölu og fleirtölu). Að öðm leyti er uppflcttirnynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.