Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Qupperneq 195
Ritdómar
193
tilvísandi á meðan óákveðnir naíhliðir hafa yfirleitt annaðhvort fjöldamerkingu eða
hlutamerkingu. Staða rökliða í setningu hefur einnig áhrif á merkingu og það sama
gildir um neikvæðisorð. Hægt er að láta frumlag standa aftar í setningu en í ffamstöðu
og á eftir persónubeygðri sögn og er þá aðallega um að ræða óákveðin frumlög og oft
með tilvistarmerkingu.
í 11. kafla er sjónum beint að setningagerð og merkingarflokkum sagna. Hér er
t.d. um að ræða flokkun í staðreyndasagnir og álitssagnir sem geta tekið með sér
annaðhvort ffamsöguhátt eða viðtengingarhátt eða hvort tveggja. Háttarsögnum má
einnig skipta í tvennt eftir því hvort merkingin er grunnmerking, þ.e. tjáir ábyrgð,
skyldu, getu eða vilja, eða möguleikamerking. Hér eru segðir einnig kynntar til sög-
unnar og gerð er grein fyrir muninum á þeim og setningagerðum. Segðir hafa ákveðið
hlutverk þótt ekki séu órofin tengsl á milli segða og hlutverka þeirra. Hættir sagna,
t d. geta oft breytt hlutverki segða, þ.e. smtt við þau eða veikt þau. Einnig er hægt að
skipa sögnum í mismunandi verknaðarflokka eftir svokölluðum verknaðargerðum,
þ e. hvort þær tjá ástand, atburð, aðgerð eða athöfn. Verknaðargerðir sagna hafa aftur
áhrif á setningagerð, t.d. hvort þær geta staðið í boðhætti, með hvers kyns atviksliðum
þær geta staðið og hvort þær tjá framvinduhorf. Framvinduhorfið með vera að virðist
hafa verið víkkað út til að ná til umsagna sem tjá ástand en framvinduhorfið íslenska
gat ekki komið fyrir með ástandssögnum áður.
Fimmti hluti bindisins, þrír kaflar, fjallar um samspil setningagerðar og samræðu-
hlutverka með sérstakri áherslu á fomafnanotkun annars vegar og færslur innan setn-
■nga hins vegar (bls. 499-600). Fyrsti kaflinn í þessum hluta, 12. kafli, er inngangur
að síðari köflunum tveimur og í honum em helstu hugtök innan samræðufræða kynnt
til sögunnar, eins og gamlar og nýjar upplýsingar í samræðunum, upplýsingaflæði,
kjami/umræðuefni, tema/aðalumræðuefni, rema/ummæli, brennidepill og sjónarhom.
í 13. kafla er áherslan á tilvísun og fomöfnum. Bindikenningin deilir nafnliðum
UPP í þrjá mismunandi flokka, þ.e. bindifomöfn, fomefnur og vísiliði, og samkvæmt
henni verða: (a) bindifomöfn að vera bundin innan síns sviðs, (b) fomefnur að vera
frjálsar á sínu sviði og (c) vísiliðir að vera alfrjálsir (bls. 526). Eina undantekningu frá
bindikenningunni er að finna í hegðun afturbeygðu fomafnanna sig og sinn en þau má
h^lla „langdræg“ því að undanfari þeirra gemr verið staðsettur i undanfarandi
setningu og geta þau þá annaðhvort verið bundin af undanfara í móðursetningu eða
Verið „fijáls" í setningu með viðtengingarhætti.
Fjallað er um formgerðir og færslur innan setninga í 14. kafla en innan málkunn-
áhufræðinnar er litið þannig á að frávik frá sjálfgefinni orðaröð sýni að færsla hafi átt
ser stað. Rök fyrir færslum geta verið margvísleg, t.d. ákveðin setningarleg vensl liða
v>ð aðra liði sem staðsettir em annars staðar í setningunni eða ef merkingarleg túlkun
hðar byggist á venslum við liði sem staðsettir em annars staðar. T.d. er gert ráð fyrir
að sögnin flytjist skyldubundið í annaðhvort beygingarpláss eða tengipláss. Fmmlög
geta færst aftur fyrir sögnina ef annar liður hefur verið færður fram, þau geta lyfst ofar
> fortngcrðum með ftumlagslyftingu, þau geta undirgengist frestun til hægri ef þau em
Þttng, óákveðin eða neikvæð. Andlög geta færst með kjamafærslu fremst, með stokk-
t>n til vinstri í setningunni og hægt er að gera þau að frumlögum í þolmynd. Flesta liði