Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 216
214
Ritfregnir
Könnuð voru áhrifin sem hnattrænir þættir, og þá sérstaklega útbreiðsla ensku,
hafa á málstefnu í tveimur löndum: á Islandi og í Danmörku. Athugunin náði til þriggja
sviða: menntunar, menningarafurða og upplýsingatækni.
Fram kom að bæði ríkin hafa mótað sér málstefnu sem ætlað er að freista þess að
hamla gegn enskunni. Nytsemi slíkrar málstefhu virðist þó fara eftir því hvort við-
komandi þjóðtunga styðst við máttuga þjóðhyggjuhugmyndafræði (e. nationalist
ideologies) og eftir því hve mikils stuðnings hún nýtur í stofnunum samfélagsins og
meðal almennings.
Málstefna íslands og Danmerkur var einnig skoðuð í ljósi þess að löndin tilheyra
yfirþjóðlegum einingum innan Evrópu og á Norðurlöndum. FIilmarsson-Dunn tók í
því sambandi sérstaklega fyrir spuminguna um það hvort og hvemig hinar yfírþjóð-
legu einingar gætu stutt þessi smáríki í viðleitni þeirra við að spoma gegn áhrifum
enskunnar.
Hilmarsson-Dunn fór nokkmm sinnum til íslands og Danmerkur í tengslum við
rannsóknina. Þá gerði hún m.a. athugun meðal framhaldsskólanemenda til að fá inn-
sýn í málhegðun þeirra og tók viðtöl við ýmsa fagaðila.
Sigurður Jónsson. 2007. Det vilda tankandet och det kultiverade. Islandsk fack-
spráklig sprákvárd med tyngdpunkt pá fórsta hálften av 1900-talet. Acta
Wasaensia Nr 184. Sprákvetenskap 34. Vasa universitet, Vasa. 190 bls.
Sigurður Jónsson kannar í rannsókn sinni þau áhrif sem fjórir ismar höfðu á íslenska
málrækt á fyrri hluta 20. aldar og þá sérstaklega á íðorðastarf. Meginstefnan í grein-
ingu Sigurðar er þjóðhyggja (nationalism) en undirskipaðar em alþjóðahyggja (inter-
nationalism), lýðræðishyggja (demokratism) og textafræðihyggja (filologism). Áhrif
þjóðhyggju og alþjóðahyggju haldast tiltölulega stöðug á tímabilinu sem rannsakað
er. Ásýnd lýðræðishyggju breytist hins vegar á tímabilinu frá því að einkennast af
forréttindum fárra til þess að verða tiltölulega alþýðlegri. Textafræðihyggja (filo-
logism) er nýjung í þessari greiningu. I skilgreiningu Sigurðar felur hugtakið í sér þá
formstýringu þar sem leitast er við að þróa nútímamálnotkun með því að leggja sér-
staka áherslu á þann forða sem málið býr þegar yfir og litið er svo á að í þeirri aðferð
felist menningarlegur og, ef þörf krefur, pólitískur styrkur. Fílólógisminn reyndist bæði
stöðug og mjög miðlæg breyta allt tímabilið. Niðurstaðan er sú að ismamir fjórir séu
leiðandi í þróun fagmáls á Islandi.
Sigurður gerir í ritgerðinni m.a. grein fyrir þætti tiltekinna einstaklinga sem létu
sérfræðimál og íðorðastarf til sín taka á fyrri hluta 20. aldar og bendir á að þar vom
hvorki fremstir í flokki menn úr iðnaði né náttúruvísindum heldur hugvísindamenn á
borð við Ágúst H. Bjamason, Guðmund Finnbogason og Sigurð Nordal. Sigurður
Jónsson rekur sérstaklega meginviðhorf og helsta ffamlag þessara þriggja manna.
Meðal niðurstaðna hans er að þegar leið á 20. öld hafi breytt ásýnd lýðræðishyggj-
unnar leitt til þess að áhrif slíkra einstaklinga minnkuðu eftir því sem stofnanir á borð
við Háskólann og Ríkisútvarpið fengu aukið skipulegt hlutverk í stuðningi við ís-