Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201110 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ eftir góðri vináttu hennar bæði við Þórhildi Ólafsdóttur, sem var m.a. forstöðukona í Laufásborg, og Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra Fósturskóla Íslands. Faðir minn var menntaður í Kennaraskólanum, hann kenndi fyrst fyrir norðan, í Torfalækjar- hreppi, en síðan við Laugarnesskóla í Reykjavík þar sem hann var í hópi kraftmikilla og áhugasamra kennara. Hann kynnti sér einnig skólamál í Svíþjóð. Árið 1943 varð hann fræðslufulltrúi í Reykjavík, síðar fræðslustjóri og gegndi hann því starfi í nær 30 ár af sömu hugsjón og einkenndi móður mína. Á heimilinu var umræða um uppeldis- og menntamál daglegt brauð og sennilega hafði hún áhrif á mig þótt ég ætlaði mér ekkert frekar framtíð á þeim vettvangi. Skólaganga Ég gekk í hverfisskólana, Melaskóla, Hagaskóla og svo í MR, sem þá var enn eini menntaskólinn í Reykjavík. Að stúdentsprófi loknu vildi ég fara til útlanda og hugðist skrá mig í eðlisfræðinám í Danmörku. Ég áleit samt að það væri gagnlegt að læra fyrst eitthvað meira í ensku svo að ég fór til Edinborgar og lagði stund á sagnfræði, stjórnmálafræði og heimspeki við háskólann þar í eitt ár. Þegar til kom líkaði mér svo vel í Edinborg að ég ákvað að skipta yfir í eðlisfræðina þar. Mér er það minnisstætt að leiðbeinandinn minn í sagnfræðinni taldi ekki gerlegt að skipta úr sagnfræði yfir í eðlisfræði, þar eð til þess þyrfti allt annan undirbúning. En það gekk eins og í sögu. Þótt ég kæmi úr stærðfræðideild hafði ég lært þó það mikið í tungumálum og sögu að ég var tækur í sagnfræði eða heimspeki í skosku skólunum. Ég hef stundum sagt frá þessu til að benda á hve nemendur úr íslensku menntaskólunum höfðu breiðan bak- grunn, sem hélt mörgum dyrum opnum. Ég tel þetta afar mikilvægt nú þegar verk- efni framtíðar eru orðin svo óendanlega margvísleg. Nemendur eiga að geta skipt um fagsvið og það verður að hafa hugfast þegar rætt er um að stytta eða þrengja nám til stúdentsprófs. Ég skráði mig í stærðfræðilega eðlisfræði til að byrja með. Þetta var afskaplega gaman, stærðfræði og eðlisfræði eru heillandi fög. Á síðasta ári skipti ég yfir í tilrauna- eðlisfræði af því að ég hélt að það væri praktískt fyrir mig þegar heim kæmi. Á þessum tíma vann ég á sumrin við jarðhitamælingar fyrir Orkustofnun og stóð til boða fast starf við það. Það var hins vegar einhver frekari menntaþrá í mér og ég hafði þess vegna skráð mig í doktorsnám í eðlisfræði. Í Háskólanum í Edinborg héngu uppi aug- lýsingar um alls konar spennandi nám. Þar á meðal var auglýst ný grein við Sussex- háskóla sem var sambland af sálfræði, lífeðlisfræði og tölvunarfræði. Um var að ræða svonefnda skiptigráðu, hugsuð fyrir þá sem höfðu ekki grunn í sálfræði en vildu skipta yfir í þá grein. Þetta nám vakti áhuga minn og ég varð einn af sex nemendum sem teknir voru inn í þetta nám. Ég kvaddi eðlisfræðina og stærðfræðina, a.m.k. í bili að því er ég hélt, en ég fann þá þegar að menntamál voru farin að toga í mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.