Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 11
elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r
Doktorsnámið
Við Bryndís Ísaksdóttir, sem hafði lokið námi í listasögu í Bandaríkjunum, höfðum
gift okkur 1971. Við bjuggum saman einn vetur í Edinborg en fluttum síðan ásamt
dóttur okkar suður á bóginn. Í Sussexháskóla var mikil gerjun í sálfræðideildinni og
skemmtilegt að vera. Námið var krefjandi þótt það væri stutt, aðeins tólf mánaða
stíft nám til MS-gráðu og okkur nemendum var sagt að við yrðum eiginlega að fara í
doktorsnám að því loknu. Það var auðvitað ekki skilyrði en þótti nauðsynlegt til þess
að hasla sér völl á sviðinu. Mér kom aldrei til hugar að starfa sem sálfræðingur í hefð-
bundinni merkingu þess orðs, til þess hafði ég enga þekkingu. Ég vildi halda áfram í
einhverju sem tengdist námi eða hugsun og gjarnan lestri. Ég fór inn í rannsóknarhóp
á sviði lestrar og rannsakaði hvaða ferli væru virk þegar fólk læsi texta. Ritgerðin mín
heitir What‘s in a word? og snerist um hvort við læsum orð sem stafi eða heild eða sam-
bland af hvoru tveggja. Ég gerði tilraunir mínar í tölvu og eftir fyrsta árið tók ég að
mér alla tölvuvinnu fyrir leiðbeinanda minn og nemendur hans og fleira fólk, fór sem
sagt á kaf í forritun. Var síðan í fullu starfi í þrjú ár sem aðstoðarmaður hans en vann
jafnframt að rannsókn minni. Þetta nýttist mér afar vel því að við vorum að gera mjög
svipaðar rannsóknir. Eftir að náminu lauk var mér boðin áframhaldandi þriggja ára
vinna sem aðstoðarmaður leiðbeinandans og við eigin rannsóknir; einnig bauðst mér
að fara til Ástralíu til að byggja upp rannsóknarstofu í sálfræði. Þá var komið að því
að ákveða hvort við ættum að vera úti eða fara heim og ala börnin okkar upp þar, en
dætur okkar voru orðnar tvær og stutt var í skólaaldur hjá þeim. Ég ræddi bæði við
Andra Ísaksson og Sigurjón Björnsson og þeir töldu að nóg væri að gera hérna heima,
stundakennsla, bæði í námssálarfræði í uppeldisfræðinni og innan sálfræðinnar. Við
ákváðum því að ég tæki ekki starfið úti, og við fluttum heim 1977. Ég sé ekki eftir því,
en samt veltir maður fyrir sér hvað hefði orðið ef við hefðum ílenst úti, það voru ýmsir
möguleikar þar.
Kominn heim
Ég tók strax að mér mikla stundakennslu í Háskóla Íslands og í Kennaraháskólanum og
lauk doktorsritgerðinni ekki fyrr en 1980. Ég kenndi verklega eðlisfræði í raunvísinda-
deild í nokkur ár en einnig aðferðafræði og hugfræði í 25 ár í sálfræðinni. Ég hafði
góð tengsl við Kennaraháskólann, ætli ég hafi ekki kennt námssálarfræðina í kennara-
náminu í fimm ár. Smám saman rofnuðu tengslin við eðlisfræðina og ég flutti mig
yfir í uppeldisfræðina og sálfræðina. Þegar ég fékk svo lektorsstöðu í uppeldisfræði
sneri ég mér að þeim starfsskyldum sem ég áleit að lektor í uppeldisfræði hefði, þ.e.
að sinna menntamálum. Í upphafi hafði ég mikinn áhuga á notkun tölva í skólastarfi;
ég taldi að þær byðu upp á gríðarlega möguleika og myndu gjörbreyta skólastarfi.
Ég vissi að hægt væri að gera nánast allt í tölvu en ég áttaði mig ekki á hve mikillar
forritunarkunnáttu slíkt krefðist af kennurum. Upp úr 1985 fékk ég líka mikinn áhuga
á fjarkennslu, einkum í tengslum við tölvumálin, og fór að skoða nám og skólastarf frá
ýmsum nýjum sjónarhornum.