Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 11 elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r Doktorsnámið Við Bryndís Ísaksdóttir, sem hafði lokið námi í listasögu í Bandaríkjunum, höfðum gift okkur 1971. Við bjuggum saman einn vetur í Edinborg en fluttum síðan ásamt dóttur okkar suður á bóginn. Í Sussexháskóla var mikil gerjun í sálfræðideildinni og skemmtilegt að vera. Námið var krefjandi þótt það væri stutt, aðeins tólf mánaða stíft nám til MS-gráðu og okkur nemendum var sagt að við yrðum eiginlega að fara í doktorsnám að því loknu. Það var auðvitað ekki skilyrði en þótti nauðsynlegt til þess að hasla sér völl á sviðinu. Mér kom aldrei til hugar að starfa sem sálfræðingur í hefð- bundinni merkingu þess orðs, til þess hafði ég enga þekkingu. Ég vildi halda áfram í einhverju sem tengdist námi eða hugsun og gjarnan lestri. Ég fór inn í rannsóknarhóp á sviði lestrar og rannsakaði hvaða ferli væru virk þegar fólk læsi texta. Ritgerðin mín heitir What‘s in a word? og snerist um hvort við læsum orð sem stafi eða heild eða sam- bland af hvoru tveggja. Ég gerði tilraunir mínar í tölvu og eftir fyrsta árið tók ég að mér alla tölvuvinnu fyrir leiðbeinanda minn og nemendur hans og fleira fólk, fór sem sagt á kaf í forritun. Var síðan í fullu starfi í þrjú ár sem aðstoðarmaður hans en vann jafnframt að rannsókn minni. Þetta nýttist mér afar vel því að við vorum að gera mjög svipaðar rannsóknir. Eftir að náminu lauk var mér boðin áframhaldandi þriggja ára vinna sem aðstoðarmaður leiðbeinandans og við eigin rannsóknir; einnig bauðst mér að fara til Ástralíu til að byggja upp rannsóknarstofu í sálfræði. Þá var komið að því að ákveða hvort við ættum að vera úti eða fara heim og ala börnin okkar upp þar, en dætur okkar voru orðnar tvær og stutt var í skólaaldur hjá þeim. Ég ræddi bæði við Andra Ísaksson og Sigurjón Björnsson og þeir töldu að nóg væri að gera hérna heima, stundakennsla, bæði í námssálarfræði í uppeldisfræðinni og innan sálfræðinnar. Við ákváðum því að ég tæki ekki starfið úti, og við fluttum heim 1977. Ég sé ekki eftir því, en samt veltir maður fyrir sér hvað hefði orðið ef við hefðum ílenst úti, það voru ýmsir möguleikar þar. Kominn heim Ég tók strax að mér mikla stundakennslu í Háskóla Íslands og í Kennaraháskólanum og lauk doktorsritgerðinni ekki fyrr en 1980. Ég kenndi verklega eðlisfræði í raunvísinda- deild í nokkur ár en einnig aðferðafræði og hugfræði í 25 ár í sálfræðinni. Ég hafði góð tengsl við Kennaraháskólann, ætli ég hafi ekki kennt námssálarfræðina í kennara- náminu í fimm ár. Smám saman rofnuðu tengslin við eðlisfræðina og ég flutti mig yfir í uppeldisfræðina og sálfræðina. Þegar ég fékk svo lektorsstöðu í uppeldisfræði sneri ég mér að þeim starfsskyldum sem ég áleit að lektor í uppeldisfræði hefði, þ.e. að sinna menntamálum. Í upphafi hafði ég mikinn áhuga á notkun tölva í skólastarfi; ég taldi að þær byðu upp á gríðarlega möguleika og myndu gjörbreyta skólastarfi. Ég vissi að hægt væri að gera nánast allt í tölvu en ég áttaði mig ekki á hve mikillar forritunarkunnáttu slíkt krefðist af kennurum. Upp úr 1985 fékk ég líka mikinn áhuga á fjarkennslu, einkum í tengslum við tölvumálin, og fór að skoða nám og skólastarf frá ýmsum nýjum sjónarhornum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.