Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201112 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ Spá um þróun í mennta- og skólamálum Þú hefur talsvert velt fyrir þér framtíð skólastarfs og menntunar, en ekki gert ráð fyrir hröðum breytingum. Ertu enn sama sinnis? Vegna áhuga míns á fjarkennslu og notkun tölvu í skólastarfi var ég fenginn til að spá fyrir um þróun mennta- og skólamála í 25 ár, þ.e.a.s. frá 1985−2010. Þetta var á vegum Framtíðarnefndar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra setti á laggirnar. Menn höfðu þær hugmyndir þá að á næstu árum myndi ný tækni umbylta skólanum. Það var áhugavert að vinna þetta verkefni og niðurstöður mínar birtust í bókinni Menntun og skólastarf á Íslandi í 25 ár 1985−2010. Ég notaði raunar mjög ein- falda aðferð til að spá um þetta, þ.e. að skoða hvað hefði gerst á undanförnum 40−50 árum og reyndi að átta mig á því hvers konar breytingar væru, í ljósi sögunnar, lík- legar næstu 25 árin. Niðurstaða mín var sú að menntunin myndi vaxa og eflast en í raun yrðu engar grundvallarbreytingar á skólastarfi. Margir urðu fyrir vonbrigðum með þetta og fannst ég ekki nógu framsækinn. En ég setti ekki fram framtíðardrauma, heldur spá um hvað yrði. Ég reyndi að útskýra að margt myndi breytast en það gerðist hægt og rólega; skólakerfi væru í eðli sínu íhaldssöm. Sem dæmi tók ég stöðu list- greina í skólum. Afar lengi hefur verið full samstaða um að efla listgreinar en ég taldi samt að þær myndu lengi enn eiga undir högg að sækja og sama máli gegndi um handverk. Reynt hefur verið að efla þessar greinar en ekki tekist sem skyldi. Þannig að ég gerði ekki ráð fyrir miklum breytingum. Þessar ályktanir dró ég af reynslunni. Mér finnst núna að spá mín hafi staðist í öllum aðalatriðum, eiginlega óþægilega vel, breytingarnar hafa orðið hægt og sígandi. Margt hefur auðvitað breyst, m.a. hvað varðar nýtingu tækninnar, við notum t.d. öll farsíma og alls kyns spjallrásir á Netinu, nokkuð sem ég sá ekki fyrir. Margt annað mætti nefna. En sumt er lítið breytt. Í upp- hafi 21. aldar hanna menn skólabyggingar, t.d. háskólabyggingar út um allan heim, sem eru nánast eins og háskólar litu út á 18. öld og raunar er ekki gert ráð fyrir neinum veigamiklum breytingum í skipan kennslu næstu 50−100 árin. Menn benda á að nú sé verið að hanna hér á landi grunnskóla með nýju formi og það er laukrétt, en það var líka gert á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það þarf að halda vel á spöðunum til þess að endurnýja starfshætti skóla þannig að um sé að ræða raunverulegar umbætur. En spá mín fjallaði um breytingar sem ég taldi að yrðu á skólastarfi, ekki um það sem ég léti mig dreyma um. Skólastarf mun breytast mjög hægt nema ásetningur og sam- staða verði um að hraða breytingum. Ég tel að það eigi að gera. Hverju breyta tölvurnar? Margt tengt notkun tækni í skólastarfi er byggt á misskilningi. Meðal annars að tölvu- væðing hljóti að hafa áhrif á kennslu en svo er ekki, þótt hún gæti haft það. Hún hefur mest áhrif utan skólans, á þá menningu og atvinnu- og þjóðlíf sem skólinn býr fólk undir, en ekkert endilega á skólastarfið sjálft. Þetta umhverfi hefur gjörbreyst og mun halda áfram að breytast og skólinn ætti að gaumgæfa þessar breytingar. Hins vegar tel ég það vandamál að þegar tæknin er notuð í skólastarfinu þá er það einkum til þess að gera betur það sem ávallt hefur verið gert og þar með hefur gamaldags vinnulag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.