Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201114 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ Sams konar þróun skólakerfa Í vangaveltum mínum um starfsnámið og hvernig það þróaðist vaknaði áhugi minn á þróun skólastarfs og -kerfa og hvað réði þróuninni. Ég beindi athygli að íslenska skóla- kerfinu og íslenskri skólasögu, en er þakklátur fyrir að ég var hálfpartinn neyddur af vinnumatskerfi Háskólans til að skoða einnig þróun í öðrum löndum. Háskólinn gerði kröfu um að kennarar væru í erlendu samstarfi og skrifuðu í erlend tímarit. Mér fannst á þeim tíma þetta vera markleysa hvað mig snerti því ég væri aðeins að rannsaka íslenskan veruleika og þyrfti að ná til íslenskra lesenda. En þetta reyndist sérlega farsælt fyrir mig sem fræðimann. Samanburður við önnur lönd gaf mér nýjar víddir og ég sá íslenska kerfið í öðru ljósi, m.a. vegna þess að okkar kerfi þróast í takt við skólakerfi annarra landa. Það lýtur sömu lögmálum, vandamálin eru svipuð og annars staðar og sömu mynstrin birtast. Þetta fannst mér spennandi og hefur reynst mér mjög gagnlegt. Ég hef skoðað þróun hvers skólastigs fyrir sig; byrjaði á framhaldsskólanum, fór svo yfir á háskólastigið og reyndi að átta mig á hvað væri að gerast þar. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég leikskólann og taldi mig geta sýnt fram á að þau lögmál sem réðu um þróun framhaldsskóla og háskóla ættu líka við, að breyttu breytanda, í leikskólanum. Síðan hef ég einnig lagst yfir sögu grunnskólastigsins. Það kom mér í fyrstu á óvart að sjá hve líkt hin ýmsu skólakerfi þróast. Bandaríska skólakerfið er þúsund sinnum stærra en hið íslenska en þróunin er hin sama í öllum aðalatriðum og merkilegt er að svipaðir hlutir gerast á svipuðum tíma, t.d. jöfn aðsókn kynja að háskóla. Stjórnvöld hafa ekki samræmt aðgerðir sínar, ýmis ólík öfl ráða ferðinni. Ég hef raunar haldið því fram að það séu nemendur sem ráði ferðinni í ótrúlega ríkum mæli. Prófhyggja En hvernig má það vera að nemendur ráði ferðinni; eru það ekki stjórnvöld eða skólarnir? Nemendur ráða því í hvaða greinar þeir sækja. Kennaraháskólinn byggði upp fjarnám, það hefði ekki tekist ef nemendur hefðu ekki sótt í það. Sama máli gegnir um meistaranám í háskóla, það hefur mikinn hljómgrunn meðal nemenda og hefur orðið vinsæl leið til endurmenntunar. Ég tel að á vissan hátt ráði nemendurnir þannig námsframboði en ekki stjórnvöld eða skólarnir, þótt þeir taki frumkvæði að því að bjóða fram nýtt nám. Prófhyggja, sem ég hef stundum nefnt prófræði fyrir enska orðið credentialism, ræður að mínu mati þróun skólakerfa á Vesturlöndum og sennilega alls staðar. Höfuðmarkmið stórs hluta nemenda er að fá prófgráðuna og til þess þurfa þeir að ná prófum og helst með góðum einkunnum vegna þess að það getur skipt máli. Þeir læra vitanlega ýmislegt í leiðinni og það er bara gott, og jafnvel skemmtilegt, því að þeir hafa áhuga á greininni en hjá mörgum vegur það ekki þyngst. Nemendurnir hafa meiri áhyggjur af einkunnum en af frammistöðu sinni. Þetta er sannarlega um- hugsunarefni. Þessi staða mála er ekki bundin við Ísland heldur er svipuð í öðrum löndum. Það er margt líkt með prófhyggju nemenda og matskerfum sem háskólar í fjölmörg- um löndum eru að festast í. Markmið, mat og metnaður skiptir máli en það má aldrei
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.