Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201116 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ að þekkja þessa sögu; þeir verða líka að skilja muninn á þulunámi sem er gagnslítið og þjálfun sem er oft mjög nauðsynleg og hefur jafnvel verið vanmetin í skólastarfi. Ég hvet þá sem setja fram nýjar hugmyndir til að vera raunsæir. Dewey velti fyrir sér hvers vegna hugmyndir hans gengu ekki aðeins til baka heldur kölluðu beinlínis fram andstæður sínar. Hann taldi að allir sem ynnu að nýrri hugmynd yrðu að hafa ígrundaðan skilning á gildi nýs verklags og starfa samkvæmt því, annars væri hug- myndin dauðadæmd. Ég tek undir þetta. Öllu skiptir að þeir sem taka upp nýja starfs- hætti hafi innsæi og sjálfstraust til að útfæra þá eftir aðstæðum. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að í stórum hópi starfsmanna er fólk misjafnlega hugsjónaríkt. Sumir vilja leggja á sig ómælda vinnu til þess að útfæra hugmyndir sem þeir hafa trú á, aðrir vilja fara hægar í sakirnar þótt þeir séu sam- viskusamir starfsmenn. Þetta er alveg eðlilegt. Fólk á sér líf utan vinnunnar þannig að starfið verður að vera viðráðanlegt. Allt starfsfólk þarf að skilja hvað það er að gera, það þarf að kunna til verksins og ráða við það til þess að geta haldið því áfram. Í menntun kennara þarf að tryggja þrennt, að rækta hugsjónir hjá fólki sem vinnur við kennslu barna eða unglinga, tryggja skilning á því í hverju starfið felst og einnig að efla kunnáttuna til að vinna verkið. Ekkert af þessu má vanta. Atvinnumennska í tónlist er hliðstætt dæmi, það er ekki nóg að vilja lifa og hrærast í tónlist og þekkja vel til hennar, iðkun hennar kostar mikinn aga. Ég tel fernt valda því að erfitt reynist að innleiða nýtt verklag og vinnubrögð í skólum; það er að vísu auðveldast á fyrstu skólastigunum en verður erfiðara eftir því sem ofar dregur. Í fyrsta lagi eru nýjar hugmyndir oft óljósar, bæði hvað varðar rök- stuðning og útfærslu og þegar hugmynd gengur ekki fyllilega upp er horfið til baka til fyrri vinnubragða sem virkuðu að því er virtist. Í öðru lagi er ýmislegt skynsamlegt í gömlum hugmyndum sem ýtt er til hliðar; ýmislegt sem eftirsjá er að. Það er ekki endilega verið að ýta þeim til hliðar vegna þess að þær séu slæmar heldur vegna þess að annað ætti að komast að. Stundum er að vísu eins og úreltar aðferðir gangi upp en ekki endilega á réttum forsendum: Það er til dæmis nánast sama hvernig og hvað afburðanemendum er kennt. Þeim gengur alltaf vel og þá er eins og verklagið, sem notað er, sé gott og þeim finnst efnið áhugavert: þeir eru þakklátir fyrir það sem þeir fá og gefa reynslu sinni iðulega góða umsögn. Í þriðja lagi er afskaplega þægilegt fyrir kennara, eins og aðra, að starfa í umhverfi sem einfalt er að stjórna, t.d. með því að halda fyrirlestur eða biðja nemendur að ná tökum á vel skrifaðri kennslubók. Einföld útfærsla lifir lengst. Í fjórða lagi er ekki til neinn haldbær mælikvarði á hvort aðferð hafi tekist vel eða illa þegar til lengri tíma er litið og þess vegna erfitt að meta hvenær breytt verklag leiðir til umbóta. Í forsvari fyrir kennaramenntun Nú ert þú í forsvari fyrir kennaramenntun í landinu sem forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, hvað viltu segja um þær breytingar sem urðu við sameiningu háskólanna? Það varð mikilvæg skipulagsbreyting þegar Kennaraháskólinn, sem var sjálfstæð og raunar margsamsett stofnun, var settur undir aðra stofnun og verður í öllum aðal- atriðum að hlíta lögmálum hins stóra skóla. Það er mjög góður vilji til þess að taka tillit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.