Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201118 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ Skólamenning Að hverju eiga skólar að beina kröftum sínum? Ég tel að allir skólar á öllum stigum, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og ekki síst háskólar, eigi að móta sína eigin menningu; menningu í ljósi þess hvernig þeir skilja og uppfylla ólík hlutverk sín. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að nem- endur í íslenskum skólum séu ekki nægilega uppteknir af lærdóms- og menntunar- menningu. Það á ekki síst við á háskólastiginu. Þetta verkefni er í höndum kennara og nemenda sameiginlega, en undir forystu kennarans. Ég hef kennt í mörg ár og stundum haft nemendur sem sóttu hjá mér tíma án þess að finnast þeir vera þátt- takendur í menntunarferli. Mat þeirra á kennslunni byggðist þá aðeins á því hvort þeir teldu sig græða á tímunum hjá mér með tilliti til þess hvort þeir stæðu sig betur á prófi. Því bað ég þá í allri vinsemd að koma ekki í tíma ef þeir gætu nýtt tíma sinn betur heima eða á safni. En jafnframt var mér ætíð ofarlega í huga að leitast við að gera tímana lærdómsríka; skapa þar akademíska menningu. Ég er ekki viss um að mér hafi oft tekist það, heldur litið of mikið á nemendur mína sem nema en ekki samstarfs- fólk, þótt þetta væri harðduglegt, kraftmikið fullorðið fólk; en stundum tókst þetta og ég á margar góðar minningar um samstarf við nemendur mína. Ég tel það sérstakt viðfangsefni Menntavísindasviðs að rækta menntunarmenningu svo allir nemendur þar geti síðan skapað hana á sínum vinnustað, ekki síst verðandi kennarar. Í þessu sambandi hef ég haft svolitlar áhyggjur af fjarkennslunni; það er hvort þar sé hægt að skapa þessa lærdómsmenningu. Samstarfsfólk mitt, talsmenn fjarkennslu, telur hana þvert á móti einmitt vera einkar vel til þess fallna að skapa agaðan samræðuvettvang sem taki hinum fram þegar vel tekst til, og hugsanlega sé engin leið betri til að móta góðan fagmann en þegar nemandi er í vel skipulögðu fjarnámi á mögulegum fram- tíðarvinnustað sínum. Meginmarkmið menntunar Hvaða spurningar telur þú að skipti mestu máli þegar rætt er um menntun kennara? Mér finnst öllu skipta í sambandi við menntun að kennarar leggi mikla vinnu í að velta fyrir sér hvert sé meginmarkmið hennar. Þetta ætti líka að vera kjarni kennara- menntunar. Það er alvarlegt ef kennarar hafa ekki skýra hugmynd um það um hvað menntun snýst, þótt þeir kunni ágætlega sitt fag. Ég tek mjög alvarlega hlutverka- greinar laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla; öll útfærsla á skólastarfi verður að taka mið af þeim. Sumir vinnustaðir krefjast hugsjóna, aðrir síður. Ég tel að allir sem vinna að uppeldis- og menntamálum þurfi að hafa hugsjón eða löngun til þess að vinna að menntun. Og hugsjónaeldinum halda þeir lifandi á vettvangi með skýrri sýn á menntun og í skapandi starfsumhverfi. Fagmennskan byggist síðan á samblandi hugsjóna, þekkingar og dómgreindar; það gengur ekki í uppeldisstarfi að vinna vél- rænt, hver og einn verður að skilja hvaða hugmyndir liggja til grundvallar og geta út- fært þær eftir sínu höfði. Starfsmenntun verður að vera í nánum tengslum við væntan- legan starfsvettvang, ekki til þess að þar fari fram starfsþjálfun heldur til að nemendur skilji þau verkefni sem þeir þurfa síðar að glíma við. En þá verður verkaskiptingin að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.