Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201122 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ Umfangsmiklar rannsóknir eru gerðar á menntun og skólastarfi og á síðustu áratug- um hefur komið fram aragrúi hugmynda sem kennarar þurfa að þekkja, t.d. um skóla fyrir alla, um jafnrétti, um vanda vegna eineltis, um félagsmótun, um tölvur og marg- víslega tækni sem hefur gjörbreytt atvinnulífi og menningu, um sjálfbæra þróun, um fjölmenningu, um nýjar námsgreinar og algjöra endurnýjun margra eldri greina og um nýjar greinar og ný verkefni. Og nýjungarnar, sem kennarar verða að kunna skil á, halda áfram að hellast yfir. Þá þekkingu verður að tryggja bæði í grunnmenntun kennara og í sífelldri starfsþróun þeirra. Ég tel það eitt brýnasta verkefni nútímasam- félags að opna greiðar leiðir fyrir þá grósku og endurnýjun sem er á verksviði allra starfsgreina inn í greinarnar sjálfar. Það felur m.a. í sér að háskólar verða að líta á sig sem símenntunarstofnanir engu síður en grunnmenntastofnanir. Símenntun á ekki að vera jaðarverkefni háskóla, heldur kjarnaverkefni þeirra. Það er að mínu mati mikilvægt að hugsa allt nám upp á nýtt; vandinn er sá að sú endurskoðun verður sífellt að fara fram. Fjölmörg ágreinings- og skipulagsefni þarf sífellt að leysa. Eiga allir kennarar t.d. að hafa í aðalatriðum sama undirbúning? Mun skóla framtíðarinnar verða best þjónað þannig? Hvernig á að tryggja að nýjar niðurstöður rannsókna á menntun, námsgreinum, skólastarfi og kennaramenntun eigi greiða leið inn í skipulag kennaranáms og skólastarfs? Hvernig á að tryggja að andi laga um markmið skólastarfs og menntunar speglist í kennaramenntun fremur en úreltar hugmyndir gamalla hefða um inntak og starfshætti? Samfélag, atvinnulíf, menning og tækni verða mjög breytt frá því sem nú er. Ég tel að þessar breytingar kalli á langtum meiri uppstokkun markmiða, inntaks og starfs- hátta skólans en almennt er rætt um. Skólinn er tæki samfélagsins til að endurskapa sig, til þess að skapa nýja þekkingu, nýtt verklag, ný viðmið, nýja menningu. Þetta er talsvert viðameira hlutverk en það þrönga fræðsluhlutverk sem er ennþá hans aðal- verkefni í hugum margra. Hann verður að taka þetta víðara hlutverk af fullri alvöru. Í þessu ljósi er það eitt veigamesta viðfangsefni okkar á Menntavísindasviði að reyna að átta okkur á því fyrir hvaða heim við erum að undirbúa kennaranemann. Við verðum í því efni að átta okkur á hve gamaldags þær hugmyndir kunna að vera sem ráða ferðinni. Við sem vélum um skipan kennaranáms komum úr menningar- og fræðaheimi sem er að einhverju leyti úreltur nú þegar nema á þeim sviðum sem við fylgjumst sérstaklega vel með. Við erum því miður ekki nema að litlu leyti í takt við þann heim menningar og atvinnu sem ungt fólk lifir í nú. Við erum því þegar orðin á eftir. En jafnvel þótt þetta væri í lagi, þá undirbúum við kennara til að kenna börnum jafnvel næstu 30−40 ár eftir að námi kennaranemanna lýkur, og þurfum þess vegna að sjá langt fram í tímann ef vel ætti að vera. Þarna er hætta á annarri töf á flæði hugmynda. Börnin sem njóta þessarar kennslu eru síðan í skólanum að undirbúa sig undir líf og starf sem þau taka þátt í 10−20 árum eftir skólagöngu sína. Ég tel að við endurnýjum hvorki verklag né inntak náms af nægum krafti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.