Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 23 elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r Skóli fyrir alla Ef við snúum okkur aftur að menntakerfinu, getur skólinn verið fyrir alla? Hugmyndin um skóla fyrir alla hefur verið að þróast í hartnær öld. Það var þó ekki viðurkennt fyrr en með lögunum 1946 að skólinn væri fyrir alla, en ekki var gert ráð fyrir að öll börn ættu heima í sama skólanum. Gert var ráð fyrir sérúrræðum og sérskólum. Lengi vel var ekkert fjármagn til sérúrræðanna. Lögin 1974 staðfestu að grunnskólinn væri fyrir öll börn og að þau ættu að vera í sama skólanum. En sér- úrræði höfðu smám saman byggst upp þannig að það var fyrst með þessum lögum að rennt var fjárhagslegum stoðum undir kerfið frá 1946. Reyndin varð því sú að í vissum skilningi snerust lögin frá 1974, sem voru að mörgu leyti mjög framsækin, upp í and- stæðu sína vegna þess að fjárhagslegum stoðum var rennt undir sérúrræðin sem lögin frá 1946 mæltu fyrir um. Úr þessu var bætt á árunum upp úr 1990. En þótt grunn- skólinn og nú einnig leikskóli og framhaldsskóli eigi að vera fyrir alla nemendur og ekki skuli almennt gert ráð fyrir sérskólum eru ýmis mál óleyst. Við hvaða aðstæður er til að mynda réttlætanlegt að taka einstaka nemendur eða jafnvel hóp nemenda út úr stærri hópi nemenda og sinna þeim sérstaklega? Jafnvel í sérstökum bekk eða í sér- stökum skóla? Hvar má draga mörkin og á hvaða forsendum? Auk spurningar um skipan í einingar þarf að glíma við ýmsar grundvallarspurn- ingar sem snúast um inntak náms og markmið skólans. Hvað með ungt fólk sem á í miklum erfiðleikum með að stafsetja, reikna eða einbeita sér en getur tjáð sig í töluð- um orðum, í tónlist eða mynd? Hvað á að verja mikilli orku barna og unglinga til verkefna sem þeir eiga erfitt með í stað þess að láta þá njóta þeirra hæfileika sem þeir hafa? Vandinn er sá að skólinn, sem stofnun, á erfitt með að gera upp við sig hversu sveigjanlegur hann megi vera eða hvað sé skynsamlegt í þessum efnum. Stefnan um skóla fyrir alla virðist vera mjög vandmeðfarin bæði hugmynda- fræðilega og í framkvæmd. Þegar nánar er að gáð liggur vandinn við skóla fyrir alla alls ekki hjá börnunum og að sumu leyti ekki heldur hjá kennurum, heldur hjá sam- félaginu vegna þess hvaða augum það lítur skólann og hlutverk hans. Sé mælikvarð- inn sem við metum skólann eftir mjög einfaldur, t.d. sá að allir læri að lesa og því fyrr því betra og síðan læri nemandinn allt sem hann getur með því að lesa, þá ræður þetta viðhorf miklu um skipan skólans. Þetta einfalda viðmið liggur að baki því sem margt fólk hugsar. Þá sem ekki ráða við þetta verður að sortera úr og aðstoða sérstaklega. Skóli sem ætlar að taka tillit til hvers og eins verður að vita talsvert um einstak- lingana og verður þannig að flokka börnin að einhverju marki. Auðvitað á skólinn að sinna þessu hlutverki en hann hefur mörgum öðrum mikilvægum hlutverkum að gegna eins og til dæmis að kenna börnum frá upphafi að þau verði ekki dæmd úr leik þótt þau geti ekki ákveðna hluti, þau séu ekki minna virði fyrir bragðið. Það mætti hugsa sér að eitt af hlutverkum skólans væri einmitt að flokka ekki, samanber orðalagið, skóli án aðgreiningar, og það væri ekkert léttvægara en lestrarkennslan og það sem henni fylgir. Hugsanlega ætti það einmitt að vera eitt af meginhlutverkum skólans að kenna fólki að vera saman á ólíkum forsendum. Hér hef ég aðeins nefnt dæmi um hve vandasamt það getur verið að ákveða hvernig eigi að skipuleggja skóla og um leið ýjað að því hve margslungið hlutverk hans sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.