Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201124 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ þegar öll verkefnin sem hann ætti að sinna eru ofin saman. Það truflar mig að mér finnst að fáir taki markmiðsgreinar laga um skóla alvarlega, t.d. aðra grein grunn- skólalaganna um að hlutverk skólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í stöðugri þróun. Þetta er eins og klisja sem margir vitna í en gera lítið með. Þó held ég að starfandi kennarar gefi markmiðsgrein- unum sífellt meiri gaum og það skiptir vitanlega mestu máli. Frá skilningi til sköpunar Má ég biðja þig um að draga saman það sem þú vildir helst vekja athygli á hvað varðar skóla- starf í nútíð og framtíð? Ég vil árétta að það er nauðsynlegt að hugsa skólann að ýmsu leyti alveg upp á nýtt nú þegar 20−25 ára skólaganga‚ fyrir upphaf ævistarfsins, er hið almenna viðmið. Það þarf að grandskoða til hvers skólinn er og hver séu og eigi að vera þjóðfélagsleg hlutverk hans. Með svolítilli einföldun má segja að eitt stærsta átakamál í skipan menntunar muni snúast um vægið á milli þess að vita og að geta, eða kannski öllu heldur um togstreit- una á milli skilnings og sköpunar. Annars vegar er viðhorf upplýsingarinnar, sem hefur verið í stöðugri sókn undanfarnar tvær aldir, að hlutverk skólans sé að upplýsa, fræða, tryggja að nemendur hafi ákveðna vitneskju og færni sem sé nátengd henni; þeir búi yfir sífellt meiri bóklegri kunnáttu. Þetta sé gagnlegt til þess að spjara sig í samkeppni um störf, þjóðfélagið fái fólk sem þekkir til flókinna viðfangsefna á grund- velli fræðilegrar kunnáttu og það sé nauðsynlegt til þess að auka hagvöxt. Um þetta geti varla verið mikil ágreiningur, þetta sé nauðsynlegur liður í sívaxandi áherslu á þekkingarþjóðfélagið. Hins vegar er það viðhorf að þekkinguna eða skilninginn verði að flétta saman við þá skapandi orku sem hægt er að virkja hjá hverjum og einum. Það ætti því að tryggja að allir einstaklingar nýttu hæfileika sína og aðstöðu til að tjá sig, búa til, skapa; til þess að framkvæma. Á þetta ætti menntakerfið að leggja miklu meiri áherslu og tryggja ákveðið jafnvægi á milli allra þessara þátta. Þunginn í skólastarfi ætti að flytjast frá skilningi til sköpunar. Vandinn er sá að við kunnum ekki nægilega vel að útfæra slíkar hugmyndir nema á mjög afmörkuðum sviðum. Þess vegna ætti að leggja rækt við að prófa slíkar hugmyndir á næstu árum. Þessu tengt er umræðan um inntak menntunar. Ég er sannfærður um að viðfangs- efni og vinnubrögð í skóla þurfi að skipuleggja í ljósi viðfangsefna, menningar og tækifæra sem ungu fólki bjóðast á miðri 21. öld. Við gætum verið miklu framsæknari, áræðnari og nýjungagjarnari í þessu efni. Það stangast alls ekki á við gamla kröfu og nýja um að við virðum rætur okkar og tryggjum tengsl við þá menningu sem við stöndum á. Það stangast heldur ekki á við þá menntahugsjón sem samofin er menn- ingu okkar: að ræktun manneskjunnar í hverjum og einum er eitt mikilvægasta hlut- verk menntunar. Ný tækni breytir ekki miklu um þau gildi sem þar vega þyngst. Hvað varðar inntak menntunar þá tel ég löngu tímabært að endurskoða íhalds- samar hugmyndir um grunnmenntun, það er að segja þann grunn sem býr fólk undir ævistarfið. Um leið verður að hamra á mikilvægi ævimenntunar; það er öllum ljóst að flest störf og miklar þjóðfélagsbreytingar kalla á sífellda endurmenntun. Mér sýnist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.