Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 29
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 29
ANNA MAGNEA HREINSDÓTTIR
FRæÐSLU- oG MENNINGARSvIÐI GARÐAbæJAR
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Ólíkar áherslur í leikskólastarfi
Rannsókn á starfsaðferðum fjögurra leikskóla
Grein þessi fjallar um starfsaðferðir í tveimur leikskólum sem starfa samkvæmt hugmynda-
fræði kenndri við Reggio Emilia og tveimur leikskólum sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni.
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á gerð skólanámskráa leikskólanna, hvernig verk-
efni barnanna eru skipulögð, hvernig litið er á hlutverk leikskólakennaranna, hvernig um-
hverfi leikskólanna er og hvernig foreldrasamstarfi er háttað. Gögnum var safnað með lestri
ritaðra heimilda, einstaklingsviðtölum við leikskólastjóra og rýnihópaviðtölum við starfs-
fólk og foreldra. Alls var rætt við 46 manns. Niðurstöðurnar sýna að þátttaka starfsfólks í
gerð skólanámskráa var takmörkuð í öllum leikskólunum og var foreldrum og börnum yfir-
leitt ekki boðið að taka þátt í gerð þeirra. Mikill munur var á því hvernig verkefni starfsfólks
voru skilgreind í leikskólunum eftir því hverjar starfsaðferðir þeirra voru. Starfsaðferðirnar
settu einnig mark sitt á efnivið og leikefni og hvernig dagskipulaginu var háttað. Niðurstöð-
urnar sýna að aðkoma foreldra að leikskólastarfinu virðist einskorðast við ákveðin verkefni.
Efnisorð: Leikskólar, námskrá, hugmyndafræði, stefnur
inn gang Ur
Mennta- og menningarmálaráðuneytið mótar uppeldisstefnu leikskóla á Íslandi sem
sett er fram í Aðalnámskrá leikskóla og eiga rekstraraðilar og leikskólakennarar að taka
mið af þeim markmiðum og leiðbeiningum sem þar eru settar fram. Á grundvelli
þeirra leiðbeininga á sérhver leikskóli að gera skólanámskrá. Bent hefur verið á að
erfitt getur verið að teikna upp „gott leikskólastarf“ eða eina leið sem „hina einu
sönnu“ frekar hefur verið talið að gæði leikskólastarfs velti á gildum og viðhorfum
þeirra sem að því koma (Dahlberg, Moss og Pence, 2007). Starfsaðferðir leikskóla á
Íslandi skulu skráðar í skólanámskrá og má ætla að þær hafi afgerandi áhrif á nám og
menntun leikskólabarna. Margir leikskólar á Íslandi gera grein fyrir uppeldisstefnu
sinni í skólanámskrá og vísa flestir þeirra til hugmynda nafngreindra fræðimanna