Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 35
anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir
ætlað að hafa jákvæð áhrif á allt skólastarfið. Umhverfið á að vera einn af hornsteinum
skólastarfsins og þjóna í reynd sjálfstæðu uppeldishlutverki. Til að svo megi vera er
lögð áhersla á afmörkuð rými, tvær til þrjár stofur með skýru heiti sem gefa kost á
ólíkum leikmöguleikum og eru öll svæði vel merkt. Merkingar eru einnig settar á gólf
og veggi til að sýna hvar og hvernig allt á að vera. Einnig eru umferðarreglur málaðar
á gólf (Lilja S. Sigurðardóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir, 2008). Veggir eru auðir og
klæðist starfsfólk og börn skólabúningum.
Foreldrasamstarf í skólum sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni byggist á heima-
viðtölum, fjölskyldumorgnum og vinnuframlagi foreldra og fjölskyldu í viðkomandi
skóla eftir nánara samkomulagi. Einnig miðlar hver leikskóli mánaðarlega á rafrænan
hátt tugum mynda af hverju barni í leik og starfi. Með viðhorfakönnun á hverju ári er
leitað eftir áliti foreldra á leikskólastarfinu og tillögum þeirra til úrbóta.
rannsóknarspUrningar
Hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskóla geta verið afar ólíkar þó að Aðalnámskrá
leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) sé fylgt. Í þessari rannsókn voru skoðaðar
starfsaðferðir fjögurra leikskóla sem byggja starf sitt annars vegar á aðferðum Reggio
Emilia og hins vegar á Hjallastefnunni. Eftirfarandi spurningar leiddu rannsóknina:
1. Hvernig er staðið að gerð skólanámskráa leikskólanna?
2. Hvernig eru verkefni barna skipulögð og börnum skipt í hópa?
3. Hvernig er litið á hlutverk leikskólakennaranna?
4. Hvernig er umhverfi leikskólanna, búnaður og leikefni?
5. Hvernig er foreldrasamstarfi háttað?
aðfErð
Leikskólarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru valdir markvisst (e. purposeful sam-
pling) með markmið rannsóknarinnar í huga (Silverman, 2000). Valdir voru fjórir
leikskólar, tveir sem störfuðu eftir Reggio Emilia-aðferðunum og tveir leikskólar sem
störfuðu eftir hugmyndum Hjallastefnunnar. Leikskólarnir eru ekki í sama sveitar-
félagi og eru misgamlir. Þó svo að leikskólarnir hafi verið valdir með stefnu þeirra
og starfshætti í huga eru þeir ekki fulltrúar Hjallastefnunnar né Reggio Emilia-skóla
heldur er hver og einn þeirra einstakur. Af trúnaðarástæðum er einungis gerð grein
fyrir vettvangi í grófum dráttum og þar sem það þjónar tilgangi rannsóknarinnar. Til
að tryggja nafnleynd hafa leikskólunum verið gefin gervinöfn. Skólarnir sem tóku
þátt í rannsókninni voru leikskólinn Hóll, rekinn af einkaaðila, og leikskólinn Kátakot
sem starfa í anda Hjallastefnunnar, og leikskólarnir Gullkistan og Klettur sem starfa í
anda Reggio Emilia. Þótt leikskólarnir séu ólíkir er ekki hægt að draga af þeim algildar
ályktanir um það nám sem fram fer í öðrum leikskólum á Íslandi eða þá menntun sem
þar er veitt.