Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201154
HÖnnUn og SmÍÐi
sérmenntaðir iðnaðarmenn (Bennett, 1937). Það myndi tryggja áhersluna á hin upp-
eldislegu gildi. Árið 1866 var sett á fót verkleg kennsla í Finnlandi, bæði í kennslumið-
stöðvum og alþýðuskólum, og var hún byggð á fyrirkomulagi Cygnæusar (Vaughn og
Mays, 1924). Með tilkomu þessa skipulags varð Finnland fyrsta þjóðin til að gera hand-
verk að þætti í lögbundinni grunnmenntun (Bennett, 1926; Kananoja, 1989; Kantola,
1997).
otto salomon og þróUn slöjd-UppEldisfræðinnar
Sænski uppeldisfrömuðurinn Otto Salomon þróaði hugmyndir Cygnæusar áfram
undir heitinu slöjd (Jón Þórarinsson,1891; Kananoja, 1989, 1991; Kantola, 1997). Hug-
takið slöjd er skylt íslenska orðinu slægur. Upprunaleg merking þess er tengd enska
orðinu sleight (samanber „sleight of hand”), sem merkir lævís, lúmskur eða snjall
(Borg, 2006; Den danske ordbog, 2003–2005; Nudansk ordbog, 1990). Slöjd tengist skóla-
starfi þar sem handverksaðferðir eru notaðar til að búa til hagnýta og fallega hluti.
Slöjd er uppeldiskerfi sem byggist á verklegri þjálfun og stefnir að því að efla almenn-
an þroska nemandans með því að auka verkfærni hans. Kerfið tengist sérstaklega
bæði trésmíði og saumum eða prjónaskap og er vettvangur þess nám í að búa til nyt-
sama hluti í höndunum (Borg, 2006; Salomon, 1893).
Slöjd fyrir drengi og stúlkur var kynnt á Norðurlöndunum upp úr 1880. Hvert land
gaf greinunum sérstakt heiti en innihald þeirra og áherslur voru svipaðar. Til dæmis
var uppeldisstefnunni slöjd gefið heitið skólaiðnaður af fyrsta fræðslustjóranum á
Íslandi, Jóni Þórarinssyni, en var síðan breytt í námsgreinaheitin smíði og handavinnu
og síðar hönnun og smíði og textílmennt (Jón Þórarinsson, 1891; Menntamálaráðuneytið,
1977, 1999).
Kenningar Ottos Salomon voru undir sterkum áhrifum frá Cygnæusi (Salomon,
1892) og tileinkaði hann sér t.d. útlistun Cygnæusar á samvinnu hugar og handar
(Thorbjornsson, 1990). Cygnæus hvatti Salomon til að lesa skrif Rousseaus, Pestalozzis
og Fröbels (Kananoja, 1989). Hann nýtti margar af hugmyndum þeirra til að þróa
eigin kenningar og kennsluaðferðir til að kenna handverk í alþýðuskólum Svíþjóðar.
Salomon hélt því fram að slöjd-kerfið ætti að vera þáttur í almennri menntun sérhvers
nemanda, bæði drengja og stúlkna. Leiðbeinandinn átti að hafa hlotið góða þjálfun í
kennsluaðferðum slöjd og vera uppeldislega sinnaður (Bennett, 1937; Jón Þórarins-
son, 1891; Thorbjornsson, 1990).
Þótt markmið Cygnæusar og Salomons hafi verið svipuð nálguðust þeir viðfangs-
efnð á ólíkan hátt. Cygnæusi fannst að glögg skil ættu að vera milli handverks sem
væri þáttur í almennri menntun og handverks sem tilheyrði sérhæfðri iðnmenntun
eða starfsnámi. Í bréfi Cygnæusar til Salomons 28. október 1877 stendur:
Jafnvel þó að við séum sammála um að slöjd sé mikilvægur þáttur í alþýðuskólanum
þá held ég að handverksaðferðir eigi að vera talsvert ólíkar í almennum alþýðuskóla
og í skóla fyrir sérhæfða iðnaðarmenn. Í alþýðuskólanum verður handverkið fyrst
og fremst að vera hugsað, skipulagt og framkvæmt til að koma til móts við þarfir