Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201158
HÖnnUn og SmÍÐi
Annar Dani, Søren Meldgaard, hafði heimsótt skóla Salomons í Nääs eins og Mikkel-
sen. Hann þróaði annað danskt kennslulíkan í anda Salomons og kenndi uppeldis-
miðaða smíði við Askovskólann. Eins og Salomon lagði Meldgaard áherslu á ein-
staklingskennslu. Ágreiningur um kennsluaðferðir og óvinátta sem skapaðist á milli
Meldgaards og Mikkelsens leiddi hins vegar til baráttu milli dönsku skólanna tveggja.
Vegna þessa náði danska skólasmíðin ekki að þróast um árabil (Thane, 1914).
Á þessum tíma var Ísland undir dönskum yfirráðum og dönsk áhrif bárust því auð-
veldlega til Íslands. Íslendingar sóttu sér einnig framhaldsmenntun til Danmerkur og
kynntust þar nýjum menningarstraumum (Mikkelsen, 1891a). Þetta var trúlega ástæða
þess að danska skólasmíðin varð fyrirmynd hliðstæðra kennslugreina á Íslandi.
Upphaf UppEldismiðaðrar smíðakEnnslU á íslandi
og fyrstU lög Um fræðslU barna
Tveir íslenskir menntafrömuðir, þeir Jón Þórarinsson og Guðmundur Finnbogason,
fengu styrki frá Alþingi á árunum 1890–1908 til að ferðast til Evrópu og kynna sér
menntakerfi annarra landa (Guðmundur Finnbogason, 1903/1994). Á þessum tíma
var uppeldismiðuð smíði ný kennslugrein í Skandinavíu. Jón og Guðmundur kynnt-
ust báðir hugmyndum um uppeldismiðaða smíði á ferðum sínum og urðu fyrir
áhrifum frá Aksel Mikkelsen í Danmörku og Otto Salomon í Svíðþjóð. Jón fór síðan á
námskeið í handmenntaskóla Mikkelsens í Kaupmannahöfn (Mikkelsen, 1891a) þar
sem hann lærði danska skólasmíði.
Jón Þórarinsson ferðaðist um Norðurlönd til að kynna sér menntamál sumrin 1890
og 1896 og veturinn 1907–1908. Haustið 1890 hélt Jón fyrirlestur fyrir félaga í Hinu
íslenska kennarafélagi þar sem hann kynnti hugmyndafræðilegan bakgrunn upp-
eldismiðaðra smíða (Jón Þórarinsson, 1891). Mæltist hann til þess að slík kennslu-
stefna, eða skólaiðnaður eins og hann kallaði hana, yrði tekin upp í íslenskum skólum.
Uppeldismiðuð smíðakennsla átti þó erfitt uppdráttar á Íslandi og ekki er minnst á
hana í fræðslulögum fyrr en 1936. Kennsla hófst þó fljótlega í nokkrum skólum upp
úr aldamótunum 1900 (Helgi Elíasson, 1945).
Eftir heimkomu Jóns Þórarinssonar frá Danmörku 1890 skrifaði hann ásamt Hinu
íslenska kennarafélagi erindisbréf til landshöfðingjans og heimastjórnarinnar. Í bréf-
inu er óskað eftir styrk til að hefja kennslu í skólaiðnaði hér á landi og til þess að stofna
handmenntaskóla í Reykjavík. Jafnframt vildu þeir mennta kennara í skóla Mikkelsens
er gæti veitt hinum íslenska skóla forstöðu og miðlað þekkingu til verðandi kennara
(Mikkelsen, 1891a). Yfirvöld sýndu þessu áhuga en erindinu var hafnað. Jón fékk þó
styrk til að hefja kennslu í skólaiðnaði í Flensborgarskóla þar sem hann var skólastjóri
(Mikkelsen, 1891b).
Árið 1903 voru 47 barnaskólar starfræktir hér á landi og í þeim voru 6210 nem-
endur á aldrinum 7–14 ára. Handmenntir sem tóku til textílmenntar og smíða voru
kenndar í örfáum skólum í Reykjavík um aldamótin 1900 og á Skipaskaga (Guð-
mundur Finnbogason, 1905; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1984). Jón Þórarinsson var