Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201164 HÖnnUn og SmÍÐi einnig markmiðin með handavinnu drengja og stúlkna og segir þar vera óréttlátan mismun. Hún segir að í markmiðum með kennslu stúlkna sé lögð áhersla á hópinn og hópkennslu en í markmiðum með handavinnu drengja sé áherslan á einstaklinginn og að hann finni verkefni við hæfi. Einnig bendir hún á að í Noregi og Svíþjóð sé kynjaskipting í handmenntum ekki við lýði lengur. Með útgáfu námskráa 1976–1977 var kynjaskipting í handmenntum afnumin (Brynjar Ólafsson, 2009). frá UppEldismiðaðri smíði til tæknimEnntanáms Afgerandi breytingar urðu á námsgreininni smíði árið 1999 þegar henni var breytt í tæknimennt. Gefin var út ný námskrá er tilheyrði nýju námssviði sem fékk heitið upplýsinga- og tæknimennt. Meginmarkmið stjórnvalda með breytingunni var að efla tæknilæsi almennra borgara í samfélagi nútímans. Undir námssviðið heyrðu náms- greinarnar tölvunotkun í grunnskóla, upplýsingamennt, nýsköpun og hagnýting þekkingar og hönnun og smíði (Menntamálaráðuneytið, 1999). Hin nýja námsgrein, sem bar heit- ið hönnun og smíði, byggðist á hugmyndum um tæknilæsi, nýsköpun og hönnun. Hönnun og smíði varð að skyldunámi fyrir 1.–8. bekk og að vali í 9. og 10. bekk. Meginmarkmiðið var að þroska með nemendum tæknilæsi og hæfileika til að hanna og finna tæknilegar lausnir á vandamálum hversdagsins (Gísli Þorsteinsson, 2002; Gísli Þorsteinsson og Denton, 2003). Fyrirmyndir að uppbyggingu námssviðsins voru sóttar í námskrár Nýja-Sjálands, Kanada og Englands. Einnig gætti áhrifa frá íslensku skólaþróunarverkefni í nýsköp- unarmennt. Nýsköpunarmenntin byggðist á leit nemenda að þörfum og vandamálum í nærumhverfi sínu og mótun hugmynda að mögulegum lausnum (Gísli Þorsteinsson og Denton, 2003; Rósa Gunnarsdóttir, 2001). Þetta þróunarverkefni varð síðan undir- staða hinnar nýju námsgreinar nýsköpunar og hagnýtingar þekkingar (Gísli Þorsteinsson, 2002; Gísli Þorsteinsson og Denton, 2003; Menntamálaráðuneytið, 1999). Mynd 6. Leikföng er byggjast á rafrænum lausnum sem viðfangsefni nemenda í hönnun og smíði (höfundur mynda Gísli Þorsteinsson, 2007) Áhersla námsgreinarinnar nýsköpunar og hagnýtingar þekkingar var þverfagleg. Mögulegt átti að vera að nýta áherslur hennar í almennu skólastarfi við ýmis við- fangsefni er tengdust ólíkum námsgreinum. Þessar áherslur urðu áberandi í hinni nýju námskrá fyrir hönnun og smíði. Komu þau fram í markmiðum hennar fyrir hönnun og nýsköpun. Einnig fylgdi henni aukið frelsi nemenda til að taka eigin ákvörðun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.