Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201164
HÖnnUn og SmÍÐi
einnig markmiðin með handavinnu drengja og stúlkna og segir þar vera óréttlátan
mismun. Hún segir að í markmiðum með kennslu stúlkna sé lögð áhersla á hópinn og
hópkennslu en í markmiðum með handavinnu drengja sé áherslan á einstaklinginn
og að hann finni verkefni við hæfi. Einnig bendir hún á að í Noregi og Svíþjóð sé
kynjaskipting í handmenntum ekki við lýði lengur. Með útgáfu námskráa 1976–1977
var kynjaskipting í handmenntum afnumin (Brynjar Ólafsson, 2009).
frá UppEldismiðaðri smíði til tæknimEnntanáms
Afgerandi breytingar urðu á námsgreininni smíði árið 1999 þegar henni var breytt
í tæknimennt. Gefin var út ný námskrá er tilheyrði nýju námssviði sem fékk heitið
upplýsinga- og tæknimennt. Meginmarkmið stjórnvalda með breytingunni var að efla
tæknilæsi almennra borgara í samfélagi nútímans. Undir námssviðið heyrðu náms-
greinarnar tölvunotkun í grunnskóla, upplýsingamennt, nýsköpun og hagnýting þekkingar
og hönnun og smíði (Menntamálaráðuneytið, 1999). Hin nýja námsgrein, sem bar heit-
ið hönnun og smíði, byggðist á hugmyndum um tæknilæsi, nýsköpun og hönnun.
Hönnun og smíði varð að skyldunámi fyrir 1.–8. bekk og að vali í 9. og 10. bekk.
Meginmarkmiðið var að þroska með nemendum tæknilæsi og hæfileika til að hanna
og finna tæknilegar lausnir á vandamálum hversdagsins (Gísli Þorsteinsson, 2002;
Gísli Þorsteinsson og Denton, 2003).
Fyrirmyndir að uppbyggingu námssviðsins voru sóttar í námskrár Nýja-Sjálands,
Kanada og Englands. Einnig gætti áhrifa frá íslensku skólaþróunarverkefni í nýsköp-
unarmennt. Nýsköpunarmenntin byggðist á leit nemenda að þörfum og vandamálum
í nærumhverfi sínu og mótun hugmynda að mögulegum lausnum (Gísli Þorsteinsson
og Denton, 2003; Rósa Gunnarsdóttir, 2001). Þetta þróunarverkefni varð síðan undir-
staða hinnar nýju námsgreinar nýsköpunar og hagnýtingar þekkingar (Gísli Þorsteinsson,
2002; Gísli Þorsteinsson og Denton, 2003; Menntamálaráðuneytið, 1999).
Mynd 6. Leikföng er byggjast á rafrænum lausnum sem viðfangsefni nemenda í hönnun og smíði
(höfundur mynda Gísli Þorsteinsson, 2007)
Áhersla námsgreinarinnar nýsköpunar og hagnýtingar þekkingar var þverfagleg.
Mögulegt átti að vera að nýta áherslur hennar í almennu skólastarfi við ýmis við-
fangsefni er tengdust ólíkum námsgreinum. Þessar áherslur urðu áberandi í hinni nýju
námskrá fyrir hönnun og smíði. Komu þau fram í markmiðum hennar fyrir hönnun
og nýsköpun. Einnig fylgdi henni aukið frelsi nemenda til að taka eigin ákvörðun