Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201180 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: á þeim svæðum heilans sem fást við stjórn eigin hugarferla (sjá til dæmis Kuhn og Franklin, 2006). Þroskabreytingar unglingsáranna margfalda úrvinnslu- og skipu- lagningargetu hugans og gera unglingum kleift að skilja, bera saman og tengja sífellt fleiri og afstæðari fyrirbæri, hugmyndir og sjónarhorn, sem allt eru lykilforsendur þróaðs læsis (Berman o.fl., 2002; Kuhn og Franklin, 2006; sjá einnig Moshman, 1998). Um leið skapa þær forsendur og tilefni til að nota tungumálið í nýjum og flóknari hlutverkum og fjölbreytilegri aðstæðum en áður, og virkja jafnframt og skilja sífellt sértækari, blæbrigðaríkari og flóknari orðaforða. Nýjar rannsóknir benda til þess að ekki taki allir unglingar þessum vitþroskabreytingum, heldur séu þær háðar örvun og viðfangsefnum hvers og eins í miðbernsku og á unglingsárum (sjá Kuhn og Franklin, 2006). Auk þroska, lífsreynslu og almennrar menntunar og þekkingar hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að með aldri verði lestur og önnur reynsla af ritmáli í sívaxandi mæli uppspretta nýs orðaforða og framfara í orðræðu í samfelldu máli, ekki síst rituðu. Í efri bekkjum grunnskóla eru flestir nemendur orðnir nægilega vel læsir og skrifandi til þess að tæknilega séu þeim allir vegir færir til að miðla og læra á eigin spýtur í gegnum lestur og ritun. Erlendar rannsóknir benda til mikils vaxtar í orðaforða meðal- barnsins á unglingsárunum og að við bætist fjöldi nýrra tegunda orða (Nippold, 2007; Ravid, 2006). Fyrri rannsóknir á sömu gögnum (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007) og fleira styður þá tilgátu að mikilla framfara megi vænta á því aldursbili sem rann- sóknin spannar. Hlutfall inntaksorða hækki, fjölbreytileiki aukist, sem og notkun sértækra og sjaldgæfra orða (Ravid, 2006). Margt bendir raunar til þess að orðaforði sé sá þáttur málþroska sem stendur í mestum blóma á unglingsárum (sjá m.a. Bloom, 2000) og að á unglingsárunum skapist kjörtími til að þróa orðaforða og þjálfa færni í flókinni textagerð. Miðill boðskiptanna: Ritmál og talmál Ritmál og talmál lúta að ýmsu leyti ólíkum lögmálum sem tengjast minni og vinnslu- getu hugans og hafa áhrif á málnotkun í textagerð. Í talmáli eru takmörk fyrir því hversu efnislega þéttofinn og merkingarlega flókinn texti getur verið, því bæði þarf ræðumaður að finna orð og virkja almenna málþekkingu viðstöðulaust til að koma hugðarefni sínu til skila hratt og viðstöðulítið, og hlustandinn þarf fyrir sitt leyti að geta unnið úr því sem sagt er og skilið jafnóðum. Á móti kemur að ræðumaður getur nýtt sér svipbrigði hlustandans og aðrar óyrtar vísbendingar til að laga málfar og upp- lýsingaflæði að þörfum hans og móttökuskilyrðum. Þegar skrifað er um sama efni er annað uppi á teningnum. Viðtakandinn er fjarri og jafnvel óþekktur og höfundur textans þarf því að búa svo um hnútana að textinn segi allt sem segja þarf til þess að hann gegni tilætluðu hlutverki. Tímaþrengingum talmálsaðstæðnanna er hins vegar aflétt; höfundur hefur svigrúm til að lesa textann yfir og ígrunda, leita uppi nákvæmlega réttu orðin, og leiðrétta og betrumbæta ein- stök atriði jafnt og heildarmynd þangað til hann er ánægður. Og lesandinn getur fyrir sitt leyti lesið hægt eða hratt, farið fram og til baka í textanum, velt fyrir sér orðum og efnisatriðum, o.s.frv.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.