Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 83 H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r 4. Breytist munur á orðaforða í tal- og ritmáli með aldri? Gert er ráð fyrir samvirkni ALDURS og MIÐILS; að hlutfall inntaksorða, sem og það hversu fjölbreytilegum, sér- tækum og nákvæmum orðaforða höfundar beita, aukist hlutfallslega meira í ritmáli en í talmáli með aldri, enda gefst meira svigrúm í þeim miðli til að virkja nýfenginn og væntanlega flóknari, sértækari og sjaldgæfari orðaforða þeirra sem eldri eru en þegar textarnir eru mæltir af munni fram. 5. Er munur á orðaforða eftir kynjum? Ýmislegt bendir til þess að íslenskar stúlkur hafi betri málþroska en piltar (sjá m.a. Amalía Björnsdóttir, 2005). Þó engar fræðilegar forsendur styðji tilgátu um kynjamun á þessu sviði er forvitnilegt að kanna hvort fram kemur kynjamunur í orðaforða á þeim mælingum sem hér er beitt. aðfErð Þátttakendur Þátttakendur í íslensku rannsókninni voru áttatíu talsins, jafnmargir (n=20) úr hverj- um eftirtalinna aldursflokka: • 5. bekk grunnskóla (10–11 ára); • 8. bekk grunnskóla (13–14 ára); • 1. bekk framhaldsskóla (16–17 ára); • 26–42 ára fólk sem lokið hafði háskólaprófi (meistara- eða doktorsprófi) – helmingur í raunvísindum, helmingur í hug- eða félagsvísindum. Kynjahlutfall var jafnt í öllum aldurshópum. Við val á þátttakendum var stefnt að því að áhrif af öðrum breytum en frum- breytunum ALDUR/skólastig, KYN, TEXTATEGUND og mál yrðu sem jöfnust. Allir íslensku grunn- og menntaskólanemarnir luku samræmdum prófum4 árinu áður en gagnasöfnun hófst, og í hópana voru valdir einstaklingar sem verið höfðu í hæsta fjórðungnum á prófum í íslensku. Þátttakendur í hverjum aldursflokki (fullorðnir undanskildir) voru fengnir úr sama skóla til þess að jafna hugsanleg áhrif skóla og kennsluaðferða. Enginn þátttakenda átti sér sögu um sérstaka námsörðugleika. Háskólafólkið var ýmist menntað á Íslandi eða erlendis, og starfaði flest sem fræði- menn við háskóla- eða rannsóknastofnanir. Samstarfsverkefnið Developing literacy in different contexts and different languages náði til Bandaríkjanna, Frakklands, Hollands, Ísraels, Spánar og Svíþjóðar, auk Íslands. Jafnmargir þátttakendur voru frá öllum löndum og leitast var við að hafa aldur og skólastig sambærilegt. Vegna mismunandi skólaskyldualdurs voru íslensku þátttakendurnir í þremur yngstu aldurshópunum um einu ári eldri en samsvarandi hópar frá hinum löndunum. Mælitæki Eins og áður sagði er ekki til neinn einfaldur eða einhlítur mælikvarði á stærð, auðlegð eða „gæði“ orðaforða. Rannsóknin sem um ræðir í þessari grein beinist að virkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.