Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 83
H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r
4. Breytist munur á orðaforða í tal- og ritmáli með aldri? Gert er ráð fyrir samvirkni
ALDURS og MIÐILS; að hlutfall inntaksorða, sem og það hversu fjölbreytilegum, sér-
tækum og nákvæmum orðaforða höfundar beita, aukist hlutfallslega meira í ritmáli
en í talmáli með aldri, enda gefst meira svigrúm í þeim miðli til að virkja nýfenginn og
væntanlega flóknari, sértækari og sjaldgæfari orðaforða þeirra sem eldri eru en þegar
textarnir eru mæltir af munni fram.
5. Er munur á orðaforða eftir kynjum? Ýmislegt bendir til þess að íslenskar stúlkur
hafi betri málþroska en piltar (sjá m.a. Amalía Björnsdóttir, 2005). Þó engar fræðilegar
forsendur styðji tilgátu um kynjamun á þessu sviði er forvitnilegt að kanna hvort fram
kemur kynjamunur í orðaforða á þeim mælingum sem hér er beitt.
aðfErð
Þátttakendur
Þátttakendur í íslensku rannsókninni voru áttatíu talsins, jafnmargir (n=20) úr hverj-
um eftirtalinna aldursflokka:
• 5. bekk grunnskóla (10–11 ára);
• 8. bekk grunnskóla (13–14 ára);
• 1. bekk framhaldsskóla (16–17 ára);
• 26–42 ára fólk sem lokið hafði háskólaprófi (meistara- eða doktorsprófi) –
helmingur í raunvísindum, helmingur í hug- eða félagsvísindum.
Kynjahlutfall var jafnt í öllum aldurshópum.
Við val á þátttakendum var stefnt að því að áhrif af öðrum breytum en frum-
breytunum ALDUR/skólastig, KYN, TEXTATEGUND og mál yrðu sem jöfnust. Allir
íslensku grunn- og menntaskólanemarnir luku samræmdum prófum4 árinu áður en
gagnasöfnun hófst, og í hópana voru valdir einstaklingar sem verið höfðu í hæsta
fjórðungnum á prófum í íslensku. Þátttakendur í hverjum aldursflokki (fullorðnir
undanskildir) voru fengnir úr sama skóla til þess að jafna hugsanleg áhrif skóla
og kennsluaðferða. Enginn þátttakenda átti sér sögu um sérstaka námsörðugleika.
Háskólafólkið var ýmist menntað á Íslandi eða erlendis, og starfaði flest sem fræði-
menn við háskóla- eða rannsóknastofnanir.
Samstarfsverkefnið Developing literacy in different contexts and different languages
náði til Bandaríkjanna, Frakklands, Hollands, Ísraels, Spánar og Svíþjóðar, auk
Íslands. Jafnmargir þátttakendur voru frá öllum löndum og leitast var við að hafa
aldur og skólastig sambærilegt. Vegna mismunandi skólaskyldualdurs voru íslensku
þátttakendurnir í þremur yngstu aldurshópunum um einu ári eldri en samsvarandi
hópar frá hinum löndunum.
Mælitæki
Eins og áður sagði er ekki til neinn einfaldur eða einhlítur mælikvarði á stærð, auðlegð
eða „gæði“ orðaforða. Rannsóknin sem um ræðir í þessari grein beinist að virkum