Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 93

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 93 H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r að gera enn betur og tryggja að miklir þroskamöguleikar unglingsáranna nýtist sem best, meðal annars til að efla orðaforða unglinga og færni í flókinni málnotkun og textagerð. MIÐILL er sú breyta sem ásamt ALDRI hefur langmest áhrif á virkjaðan orðaforða eins og hann var metinn í þessari rannsókn. Eins og tilgátur spáðu notuðu þátttakendur í öllum aldursflokkum hlutfallslega fleiri inntaksorð í ritmáli en talmáli og hærra hlut- fall nafnorða, sem hvort tveggja sýnir að inntak ritaðra texta þeirra er merkingarlega þéttara en inntak texta um sama efni mæltra af munni fram. Meðallengd orða er líka meiri í ritmáli en talmáli, sem líklega bendir til þess að í ritmálinu virki höfundar í ríkara mæli sértæk, beygingarlega flókin og sjaldgæf orð. Loks er orðaforðinn fjölbreytilegri í rituðu textunum, bæði samkvæmt VocD-mælingunni og fjölbreytileikastuðli nafn- orða. Allt á þetta við um alla fjóra aldursflokka og báðar TEXTATEGUNDIR, og má skýra með mismunandi hefðum ritmáls og talmáls sem og með ólíkum boðskipta- aðstæðum rit- og talmáls sem fela í sér mismikið álag á vinnsluminni og vinnslugetu. Íslensku niðurstöðurnar eru einnig í samræmi við niðurstöður systurrannsókna og aðrar erlendar rannsóknir, þar sem kerfisbundinn munur hefur reynst vera á milli þéttleika talmáls og ritmáls (Biber, 1988; Biber o.fl., 1999; Halliday, 1985; Johansson, 2009; Ravid og Berman, 2006; Strömqvist o.fl., 2002). Munur á orðaforða í rit- og talmáli breytist með ALDRI. Hans gætir strax í 11 ára hópnum en eykst með ALDRI, eins og spáð hafði verið, og varð langmestur hjá full- orðnum textahöfundum. Mælitölur breyttust tiltölulega lítið með ALDRI í talmáls- textunum; vaxandi mun má rekja til þess að auðlegð orðaforðans þróast hraðar í rit- en talmáli og tekur stórt stökk í hópi fullorðinna, þar sem munurinn á orðaforða ritmáls og talmáls verður jafnframt langmestur. Ein nærtæk skýring á vaxandi mun á orðaforða í rit- og talmáli með ALDRI er sú að ný orð sem bætast í orðaforðann eftir miðbernsku eru að langmestu leyti (ritmáls)orð, sem í vaxandi mæli reynir á í lestri og ritun eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu, en sjaldan koma fyrir í daglegu talmáli. Hversu vel textahöfundi tekst að virkja þennan orðaforða við gerð texta eins og þeirra sem hér um ræðir fer bæði eftir valdi hans á MIÐLINUM og boðskiptaaðstæðum, ekki síst með tilliti til tíma. Þetta tvennt hefur síðan áhrif á það að hve miklu leyti hann hefur svigrúm til að nýta vinnsluminni sitt til að hnitmiða framsetningu, meðal annars með nákvæmni og blæbrigðum í orðavali. Eins og lýst var í inngangi veita aðstæður ritmálsins betra svigrúm til að virkja auðugan orðaforða en boðskipta- aðstæður talmálsins, og vald á MIÐLINUM og textabyggingu eykst með menntun og aldri. Samkvæmt þeim vísbendingum sem beitt var í þessari rannsókn birtist auðlegð orðaforðans þannig í mun ríkara mæli í ritmáli en í talmáli, og vettvangur framfara og þróunar blæbrigðaríks og hnitmiðaðs orðaforða á unglingsárum og síðar virðist vera á ritvellinum þar sem tíma-, minnis- og úrvinnslutakmörkunum talmálsins er aflétt, bæði af textahöfundi og viðtakanda. Áhrif TEXTATEGUNDAR á orðaforða eru líka marktæk, en ekki eins víðtæk eða sterk og áhrif MIÐILS. Textahöfundar semja efnislega þéttari álitsgerðir en frásagnir; þær innihalda hlutfallslega fleiri inntaksorð á kostnað kerfisorða og auk þess er hærra hlutfall inntaksorðanna nafnorð en í frásögnum. Meðallengd orða er einnig meiri í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.