Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 109 meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir Eins og áður var nefnt tilgreina skólar tiltölulega sjaldan atriði sem má heimfæra á vitsmunasvið í flokkunarkerfi Blooms og félaga þegar skoðað er hvað er metið. Þess vegna kemur þessi dreifing á tíðni matsaðferða svolítið á óvart, a.m.k. hvað varðar miðstig og unglingastig, því hefðbundin próf og kannanir hljóta óhjákvæmilega að fela í sér mat á vitsmunalegri hæfni. Reyndar er fjölbreytni kannana og prófa mikil (flokkur I). Fyrir utan hefðbundnar kannanir og próf eru nefnd annarpróf, áfangapróf, gagnapróf, heimapróf, skyndipróf, svindlpróf og munnleg próf. Athygli vekur að verkleg próf eru ekki nefnd, en það hlýtur að vekja spurningar þegar náttúruvísindi eru annars vegar. Hins vegar má lesa úr gögnunum að beitt er margvíslegum óskil- greindum matsaðferðum á námstíma, hugsanlega einhvers konar huglægu mati sem kann að vera misformlegt eða óformlegt (flokkur II á mynd 2). Líklegt er að stuðst sé við einhvers konar bókhald með hjálp gátlista, matskvarða eða með skráningu í gagnagrunninn Mentor, sem flestir skólar nota, þótt það komi ekki nógu skýrt fram. Símat er einnig nefnt nokkrum sinnum, helst á miðstigi (flokkur III á mynd 2), og undir flokki IV koma fyrir sjálfsmat (nemendamat), matslistar, leiðsagnarlistar, stöðugt og fjölbreytt mat (samt ekki kallað símat) og á einum stað á yngsta stigi: „Munnleg, skrif- leg og verkleg skil, bæði einstaklingslega og í hópi.“ Loks skal áréttað að stundum var ekki beinlínis getið um matsaðferðir. Samt mátti jafnan lesa úr gögnunum hvers eðlis aðferðirnar voru, oftast einhvers konar óformlegt mat á námstímanum. Hvers eðlis var námsmatið? Þegar rætt er um eðli námsmats er vísað til viðmiða og túlkunar á niðurstöðum. Reynt var að greina að hvaða marki matið teldist megindlegt, þ.e. túlkun niðurstaðna byggðist á mælingum, og að hvaða marki það virtist eigindlegt, þ.e. túlkun byggðist fremur á lýsingum án mælinga og hlutfallstalna. Dæmi um megindlegt: „Próf 60%, vinnubók og vinna í tímum 40%“ (úr skólanámskrá skóla nr. 9 af 58, námsmat í náttúrufræði í 6. bekk). Þótt matið sjálft hafi hugsanlega verið eigindlegt hér að hluta, t.d. mat á vinnubók og vinnu í tímum, var það kynnt eins og það væri fellt undir mælistiku með vægi upp á 40% af heildareinkunn. Dæmi um eigindlegt: „Áhersla er lögð á stöðugt og fjölbreytt námsmat og tekið tillit til vinnubragða, virkni, áhuga og frammistöðu nemenda“ (úr skólanámskrá skóla nr. 39 af 58, námsmat í náttúrufræði í 6. bekk). Þannig var reynt að flokka lýsingarnar út frá því hvort matið virtist alfarið eigind- legt, alfarið megindlegt, að hluta hvort um sig o.s.frv. Helsta viðmiðið var hvort fram kæmi hlutfallslegt vægi mismunandi þátta eða ekki, t.d. prófa eða verkefnabóka. Tafla 1 sýnir dreifinguna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.