Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 111
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 111 meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir einkunnir byggðar á skilum heimavinnu. Loks eru nefndar tímasetningar fyrir ein- kunnir, þ.e. einkunnir í janúar og júní og lokaeinkunnir og annareinkunnir. Umræða Í þessari grein hefur verið leitað svarað við því hvað megi lesa úr skólanámskrám grunnskóla um námsmat í náttúrufræði. Greint hefur verið frá áhersluþáttum í náms- mati á sviði náttúrufræði í 3., 6. og 9. bekk eins og þeir birtast í skólanámskrám grunn- skóla. Það skal undirstrikað að um var að ræða greiningu á textum skólanámskráa, en framkvæmdin kann samt sem áður að hafa verið önnur í einhverjum skólanna en skráð var í áætlanir. Enn fremur skal áréttað að ákvæði um námsmat í almennum hluta skólanámskráa reyndust ekki alltaf í fullu samræmi við það sem birtist í áætlun- um í námsgreinum, t.d. í náttúrufræði. Þetta virtist til dæmis eiga við um tilgang og stefnumörkun (Meyvant Þórólfsson, Ingvar Sigurgeirsson og Jóhanna Karlsdóttir, 2009). Í niðurstöðum McMillan og félaga (2002) kom svipað fram, þ.e. mikilvæg atriði í námsmati (hvað metið, hvernig o.s.frv.) reyndust breytileg og ólík innan sömu skólastofnana sem og milli skóla. Rannsókn McMillan (2001) á námsmati á unglinga- stigi leiddi í ljós að megindlegt mat með hefðbundnum skriflegum prófum reyndist algengara í greinum eins og náttúruvísindum og stærðfræði en öðrum greinum. Það kemur einnig heim og saman við niðurstöður sem hér var lýst. Í því sambandi er rétt að benda á að samræmd lokapróf við lok skyldunáms voru lögð fyrir í náttúruvísind- um hérlendis á tímabilinu 2002 til 2007, og kann það að hafa mótað nám og kennslu og þar með námsmat að þessu leyti hjá þeim skólum sem voru athugaðir. Rannsóknin hefur þó gefið mikilvægar vísbendingar um það sem helst er lögð áhersla á í náms- mati í náttúrufræði í grunnskólum landsins. Ályktanir okkar eru ýmist dregnar af almennum upplýsingum um námsmat eða sértækum upplýsingum um námsmat í náttúrufræði – og stundum þurfti jafnvel að geta í eyður óljósra upplýsinga. Hvað var metið? Úttekt á skólanámskrám bendir til þess að námsmat í íslenskum grunnskólum sé undantekningarlaust markviðmiðað (e. criterion-referenced), þ.e. kennarar eða aðrir sem meta taka mið af fyrirfram gefnum markmiðum, námsefni eða ætluðum afrakstri námsins (e. intended learning outcomes) þegar þeir skipuleggja námið og meta það. Þetta er þó misskýrt í þeim skólanámskrám sem skoðaðar voru. Flokkunarkerfi Blooms og félaga eða seinni tíma útfærslur á þeim (sjá t.d. Marzano, 2001) eru dæmi um slík viðmið, sem margir hafa notað sem grundvöll prófagerðar og annars náms- mats (t.d. Gronlund og Waugh, 2009; Miller o.fl., 2008). Þetta á til dæmis við um sér- fræðinga skólamálayfirvalda sem mótað hafa námskrárgerð og mat gegnum tíðina hérlendis (Menntamálaráðuneytið, 1979) og höfunda samræmdra prófa (Sigurgrímur Skúlason o.fl., 2003). Í kerfi Blooms og félaga er ekki einungis um að ræða vitsmuna- lega námsþætti, sem jafnan eru metnir á skriflegum prófum, svo sem þekkingu, skiln- ing og leikni, heldur einnig ýmsa þætti og markmið er snerta frammistöðu, verklega færni, virkni, áhuga á námi, viðhorf, gildismat og tilfinningalega þætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.