Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 114
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011114
námSmat Í náttúrUfræÐi
hafa byggt upp), ferli (rannsóknarferli, að afla gagna, vinna úr þeim og kynna), við-
horf (áhugi á vísindum, afstaða til ýmissa álitamála), eðli vísinda (hugmyndir um
hlutverk og eðli vísinda, saga vísinda, sérfræðingar í vísindum), færni og beiting (sbr.
vinnubrögð og færni í aðalnámskrá) og skapandi hugsun (að prófa hluti, leysa þrautir,
spyrja spurninga, setja fram tilgátur o.s.frv.). Samkvæmt þessari rannsókn má ætla að
námsmat í náttúruvísindum hérlendis nái mismikið til þessara sviða, sumra ekki neitt.
Líklega má segja að hið sama gildi einnig um skipulag náms og kennslu. Náttúru-
fræðikennarar virðast leggja áherslu á að meta vinnubrögð, „verkefnavinnu“, virkni
og ástundun fremur en þætti sem snúa að inntaki náms eða kunnáttu. Þó kemur í ljós
að próf og kannanir virðast algengar matsaðferðir og megindlegt mat fer vaxandi eftir
því sem ofar dregur í skyldunámi. Þetta má e.t.v. túlka sem þversögn, en hugsanlega
má einnig líta svo á að breytingar séu að eiga sér stað. Þess vegna munu höfundar
halda áfram rannsóknum sínum og reyna að kortleggja hugsanlega þróun og breyt-
ingar frá þeim tíma að þessi rannsókn hófst skólaárið 2006–2007 fram á yfirstandandi
skólaár (2010–2011). Gagnasöfnun er þegar hafin í þeim tilgangi.
athUgasEmdir
Við þökkum Rannsóknasjóði Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasviðs, sem
styrkti rannsóknina fjárhagslega. Einnig þökkum við ritstjórn og ritrýnum Uppeldis
og menntunar.
1 Notkun orðsins náttúrufræði hefur lengi valdið ruglingi hérlendis, því það hefur af
sumum verið skilið sem fræðin um hina lifandi náttúru (plöntur og dýr) fremur en
fræðin um náttúruna í heild sinni, jafnt dauða sem lifandi. Undanfarna tvo áratugi
hefur notkun orðsins „náttúruvísindi“ farið vaxandi í námskrárumræðu hérlendis,
enda í samræmi við orðanotkun í nágrannalöndum, sbr. natural science á ensku,
naturvitenskap í skandínavískum málum, Naturwissenschaft á þýsku og natuurweten-
schap á hollensku.
2 Niðurstöður verkefnisins voru birtar í 16 skýrslum sem gefnar voru út af Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 2006 og 2007. Einnig hafa gögn verkefnisins
verið greind og niðurstöður birtar í erindum og tímaritsgreinum (sjá t.d. Meyvant
Þórólfsson o.fl., 2007, 2009).