Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 25

Andvari - 01.06.2011, Page 25
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 23 fyrst út á íslandi 1934. Síðari hluti kom út á dönsku 1936 undir heitinu Asta Sóllilja en síðari hluti verksins hafði komið út á íslandi ári fyrr. Halldór fór sjálfur yfir þýðingu Jakobs og „þótti hún bara nokkuð góð“.17 Saman höfðu þeir Halldór og Jakob lesið fyrstu próförk aðfara- nótt 20. september en bókin kom út 7. október.18 A árunum 1937 til 1939 kom út ein þýðing á ári á verkum Halldórs, Verdens Lys 1937 (Ljós heimsins frá 1937), Sommerlandets Slot 1938 (Höll sumarlandsins frá 1938) og Det russiske Æventyr. Mindeblade 1939 (Gerska ævintýrið frá 1938). Halldór gat ekki fylgt Verdens lys eftir í Danmörku vegna stríðsins og varð að setja umboð til samninga í hendur Jakobs sem fékk þar enn eitt verkefnið.19 Grethe, kona Jakobs, þýddi fyrst Gerska ævintýrið en Halldóri líkaði ekki þýðingin og fékk Jakob til að þýða bókina aftur. Halldór fór síðan rækilega yfir dönsku þýðinguna og var greinilega mikið í mun að ekkert færi milli mála eða misskildist. Útgefandi sá sem gefið hafði út bækur Halldórs áður treysti sér ekki til að gefa bókina út og leitaði Halldór því til Monde-forlagsins þar sem kommúnistar réðu ríkjum. Fengu þeir Jakob 2000 danskar krónur samtals sem þeir áttu að skipta bróðurlega á milli sín.20 Árið 1941 kom út Himlens Sk0nhed (Hús skáldsins frá 1939 - Fegurð himinsins frá 1940) og síðasta þýðingin frá Hafnarárunum birtist 1946, Islands Klokke (íslandsklukkan frá 1943). Það vekur athygli að Jakob þýddi allar þessar bækur fljótlega eftir að þær komu fyrst út á íslensku °g átti því talsverðan þátt í að kynna Halldór fyrir dönskum lesendum. Grethe er ekki getið sem meðþýðanda þessara verka en eins og fram kemur síðar er ljóst að hún studdi mann sinn og gaf honum góð ráð við Þýðingarnar. Halldór var sjálfur afar ánægður með þýðanda sinn. Það má sjá af þeim orðum um þýðingarnar sem hann skrifaði í pistli til Jakobs fimm- tugs: Ég hef einsog fyr segir hvorki haft gáfur né mentun til aö mæta Jakobi á þeim sviðum þar sem hann er hnútum kunnugur, en á einu sviði, mér ekki allfjarri, inti hann verk af höndum sem ég fæ seint fullþakkað, en það var þá er hann sneri á dönsku nokkrum ritum sent ég hafði búið til; þetta vann hann í hjáverkum meðan hann var latínukennari í Damörku og bókavörður í konúnglegu bókhlöðu. Hann kom á bækur þessar frásagnarlagi dönsku, sem aðeins íslendíngi þaulkunnugum klassískum fræðum og þjálfuðum í því sem við köllum fornmálin, væri til trúandi. Hann þýddi einsog sá maður einn sem er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.