Andvari - 01.06.2011, Page 25
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
23
fyrst út á íslandi 1934. Síðari hluti kom út á dönsku 1936 undir heitinu
Asta Sóllilja en síðari hluti verksins hafði komið út á íslandi ári fyrr.
Halldór fór sjálfur yfir þýðingu Jakobs og „þótti hún bara nokkuð
góð“.17 Saman höfðu þeir Halldór og Jakob lesið fyrstu próförk aðfara-
nótt 20. september en bókin kom út 7. október.18
A árunum 1937 til 1939 kom út ein þýðing á ári á verkum Halldórs,
Verdens Lys 1937 (Ljós heimsins frá 1937), Sommerlandets Slot 1938
(Höll sumarlandsins frá 1938) og Det russiske Æventyr. Mindeblade
1939 (Gerska ævintýrið frá 1938). Halldór gat ekki fylgt Verdens lys
eftir í Danmörku vegna stríðsins og varð að setja umboð til samninga í
hendur Jakobs sem fékk þar enn eitt verkefnið.19
Grethe, kona Jakobs, þýddi fyrst Gerska ævintýrið en Halldóri líkaði
ekki þýðingin og fékk Jakob til að þýða bókina aftur. Halldór fór síðan
rækilega yfir dönsku þýðinguna og var greinilega mikið í mun að
ekkert færi milli mála eða misskildist. Útgefandi sá sem gefið hafði
út bækur Halldórs áður treysti sér ekki til að gefa bókina út og leitaði
Halldór því til Monde-forlagsins þar sem kommúnistar réðu ríkjum.
Fengu þeir Jakob 2000 danskar krónur samtals sem þeir áttu að skipta
bróðurlega á milli sín.20
Árið 1941 kom út Himlens Sk0nhed (Hús skáldsins frá 1939 - Fegurð
himinsins frá 1940) og síðasta þýðingin frá Hafnarárunum birtist 1946,
Islands Klokke (íslandsklukkan frá 1943). Það vekur athygli að Jakob
þýddi allar þessar bækur fljótlega eftir að þær komu fyrst út á íslensku
°g átti því talsverðan þátt í að kynna Halldór fyrir dönskum lesendum.
Grethe er ekki getið sem meðþýðanda þessara verka en eins og fram
kemur síðar er ljóst að hún studdi mann sinn og gaf honum góð ráð við
Þýðingarnar.
Halldór var sjálfur afar ánægður með þýðanda sinn. Það má sjá af
þeim orðum um þýðingarnar sem hann skrifaði í pistli til Jakobs fimm-
tugs:
Ég hef einsog fyr segir hvorki haft gáfur né mentun til aö mæta Jakobi á
þeim sviðum þar sem hann er hnútum kunnugur, en á einu sviði, mér ekki
allfjarri, inti hann verk af höndum sem ég fæ seint fullþakkað, en það var
þá er hann sneri á dönsku nokkrum ritum sent ég hafði búið til; þetta vann
hann í hjáverkum meðan hann var latínukennari í Damörku og bókavörður í
konúnglegu bókhlöðu. Hann kom á bækur þessar frásagnarlagi dönsku, sem
aðeins íslendíngi þaulkunnugum klassískum fræðum og þjálfuðum í því sem
við köllum fornmálin, væri til trúandi. Hann þýddi einsog sá maður einn sem er