Andvari - 01.06.2011, Side 92
90
ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
ANDVARI
að láta sögupersónur sínar koma fram í samtölum og eintölum? Hér á eftir
verður fjallað um Snöruna og áhersla lögð á dramatíska eintalsformið. Leitast
verður við að sýna fram á að þessi frásagnaraðferð er ekki bara hulstur utan
um textann eða til skrauts, heldur tengist hún söguefninu sterkum böndum og
þjónar ákveðnum tilgangi fyrir persónusköpun og ádeilu verksins.
Dramatísk eintöl
Philip Hobsbaum (1975:227) segir að dramatískt eintal hafi fyrst náð veru-
legum vinsældum og sjálfstæði sem frásagnarform með verkum enska ljóð-
skáldsins Roberts Browning (1812-1889), en framan af hafi það verið bundið
við ljóðlist. Dramatísk eintöl voru áberandi í enskri ljóðagerð á síðari hluta
nítjándu aldar og langt fram á þá tuttugustu en formið barst þá inn í leik-
ritagerð og skáldsagnaritun. Sem dæmi má nefna smásögu Franz Kafka,
„Skýrsla handa akademíu“ („Ein Bericht fiir eine Akademie“), og hluta af
Odysseifi (Ulysses) eftir James Joyce en eitt af frægustu dramatísku eintölum
leikritunarsögunnar er Ekki e'g (Not I) eftir Samuel Beckett. Einnig má benda
á að í eldri leikritum má finna marga langa kafla, t.d. í verkum Williams
Shakespeare, sem geta talist dramatísk eintöl.
Þrátt fyrir að hægt sé að sýna fram á að dramatísk eintöl hafi komið fram
í leikritum og skáldsögum snemma á 20. öld hefur umfjöllun um þessa frá-
sagnaraðferð gjarnan snúist um ljóðlist. I bókinni Transparent Minds (1978),
sem fjallar um ólíkar leiðir við framsetningu vitundar í skáldskap, segir Dorrit
Cohn að hugtakið dramatískt eintal vísi yfirleitt til ljóða en bendir á að það
tengist einnig fyrstu persónu frásögnum þótt hið síðarnefnda hafi ekki fengið
verðskuldaða athygli. I yngri fræðiritum, svo sem Dramatic Monologue: The
New Critical Ideom (2003) eftir Glennis Byron, er einnig gert ráð fyrir að
dramatísk eintöl tilheyri ljóðforminu. í nýlegustu skrifum frásagnarfræðinga
er þó yfirleitt gert ráð fyrir að dramatískt eintal geti verið hvort heldur sem
er leikrit, saga eða ljóð. Sabine Buchholz og Manfred Jahn (2005:124) telja
dramatískt eintal í raun vera blendingsgrein „par excellence“ þar sem það sé
og muni áfram verða notað í mörgum ólíkum bókmenntagreinum og miðlum.
Þrátt fyrir að tilvist þessa frásagnarforms sé vissulega viðurkennd hafa því
ekki verið gerð góð skil á seinni árum og bitastæðasta umfjöllunin er enn sem
komið er - eftir því sem ég kemst næst - frá áttunda áratug tuttugustu aldar,
þ.e. grein Philips Hobsbaum og rit Dorritar Cohn.
En hvað er dramatískt eintal? Samkvæmt Buchholz og Jahn (2005:124) er
hugtakið oftast notað um stuttan texta, gjarnan ljóð, sem er tal einnar persónu
sem einnig er þátttakandi í fléttu frásagnarinnar. Ekki er skilyrði að þessi
orðræða sé annar hluti samtals en oft er til staðar í textanum viðmælandi sem