Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 92

Andvari - 01.06.2011, Page 92
90 ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR ANDVARI að láta sögupersónur sínar koma fram í samtölum og eintölum? Hér á eftir verður fjallað um Snöruna og áhersla lögð á dramatíska eintalsformið. Leitast verður við að sýna fram á að þessi frásagnaraðferð er ekki bara hulstur utan um textann eða til skrauts, heldur tengist hún söguefninu sterkum böndum og þjónar ákveðnum tilgangi fyrir persónusköpun og ádeilu verksins. Dramatísk eintöl Philip Hobsbaum (1975:227) segir að dramatískt eintal hafi fyrst náð veru- legum vinsældum og sjálfstæði sem frásagnarform með verkum enska ljóð- skáldsins Roberts Browning (1812-1889), en framan af hafi það verið bundið við ljóðlist. Dramatísk eintöl voru áberandi í enskri ljóðagerð á síðari hluta nítjándu aldar og langt fram á þá tuttugustu en formið barst þá inn í leik- ritagerð og skáldsagnaritun. Sem dæmi má nefna smásögu Franz Kafka, „Skýrsla handa akademíu“ („Ein Bericht fiir eine Akademie“), og hluta af Odysseifi (Ulysses) eftir James Joyce en eitt af frægustu dramatísku eintölum leikritunarsögunnar er Ekki e'g (Not I) eftir Samuel Beckett. Einnig má benda á að í eldri leikritum má finna marga langa kafla, t.d. í verkum Williams Shakespeare, sem geta talist dramatísk eintöl. Þrátt fyrir að hægt sé að sýna fram á að dramatísk eintöl hafi komið fram í leikritum og skáldsögum snemma á 20. öld hefur umfjöllun um þessa frá- sagnaraðferð gjarnan snúist um ljóðlist. I bókinni Transparent Minds (1978), sem fjallar um ólíkar leiðir við framsetningu vitundar í skáldskap, segir Dorrit Cohn að hugtakið dramatískt eintal vísi yfirleitt til ljóða en bendir á að það tengist einnig fyrstu persónu frásögnum þótt hið síðarnefnda hafi ekki fengið verðskuldaða athygli. I yngri fræðiritum, svo sem Dramatic Monologue: The New Critical Ideom (2003) eftir Glennis Byron, er einnig gert ráð fyrir að dramatísk eintöl tilheyri ljóðforminu. í nýlegustu skrifum frásagnarfræðinga er þó yfirleitt gert ráð fyrir að dramatískt eintal geti verið hvort heldur sem er leikrit, saga eða ljóð. Sabine Buchholz og Manfred Jahn (2005:124) telja dramatískt eintal í raun vera blendingsgrein „par excellence“ þar sem það sé og muni áfram verða notað í mörgum ólíkum bókmenntagreinum og miðlum. Þrátt fyrir að tilvist þessa frásagnarforms sé vissulega viðurkennd hafa því ekki verið gerð góð skil á seinni árum og bitastæðasta umfjöllunin er enn sem komið er - eftir því sem ég kemst næst - frá áttunda áratug tuttugustu aldar, þ.e. grein Philips Hobsbaum og rit Dorritar Cohn. En hvað er dramatískt eintal? Samkvæmt Buchholz og Jahn (2005:124) er hugtakið oftast notað um stuttan texta, gjarnan ljóð, sem er tal einnar persónu sem einnig er þátttakandi í fléttu frásagnarinnar. Ekki er skilyrði að þessi orðræða sé annar hluti samtals en oft er til staðar í textanum viðmælandi sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.