Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 100

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 100
98 ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR ANDVARI Snaran var hugsuð sem aðvörun til þjóðarinnar. Sem rithöfundi leyfist mér að ýkja ástandið en ég verð að segja, að því miður finnst mér ekki stefna í rétta átt. Er ekki verið að tala um að hleypa erlendum auðhringum í íslensk fyrirtæki? Er ekki verið að hleypa þeim í bankana? Þeir fara ekki út í slíkt með annað hugarfar en að græða. [...] Það er stöðugt verið að segja okkur að hér sé allt á hausnum. Það er einsog allir séu að æpa á hjálp. Og nú á að bjarga hlutunum með erlendu auðmagni. (Jakobína Sigurðardóttir 1988:19) Rúmum þremur áratugum eftir að Snaran kom út tekur Sigríður Stefánsdóttir (1999:84) í sama streng og segir að skáldsagan sé jafnvel enn brýnni ábending árið 1999 en 1968. Tíminn líður og sögutími Snörunnar er nú orðin fortíð, en fólk er enn að átta sig á sannleiksgildi og í raun tímaleysi framtíðarspár Jakobínu. Nú, rúmum fjórum áratugum eftir að bókin var skrifuð, sjáum við að auðvitað „rættist“ framtíðarspáin ekki í þeim skilningi að hún sé raunsæ lýsing á íslensku samfélagi á níunda áratugnum en ef að er gáð má sjá ýmislegt áhugavert. í Snörunni hefur íslenskt samfélag þróast með þeim hraða að til að halda því gangandi þarf að flytja inn erlent vinnuafl og þótt það hafi ekki verið fagmenntaðir Þjóðverjar sem reistu Kárahnjúkavirkjun heldur verkamenn frá Póllandi og Kína sést að Jakobína var ótrúlega sannspá. ítök Bandaríkjamanna á íslandi virðast mikil í samfélagi Snörunnar og íslendingar eiga hvorki né reka fyrirtækið þar sem félagarnir vinna. í þessari framtíðarsýn Jakobínu er útrás íslenskra bankamanna hvergi nærri en aftur á móti þarf ekki annað en nefna Alcoa og Alcan og aðra auðhringi til að lesendur átti sig á því hvað um er að ræða. Það kæmi ekki á óvart þótt margir lesendur könnuðust við að hafa ein- hvern tímann hugsað á svipaðan hátt og sóparinn, firrt sig ábyrgð og valið þægilegu leiðina í gegnum lífið - þótt erfitt geti verið að viðurkenna það. Sóparinn er því hvorki ósannfærandi persóna né órafjarri veruleika lesenda, því allt eins er líklegt að hann minni þá óþægilega á þeirra eigin breysk- leika. Samfélagsádeila þessarar skáldsögu liggur ekki fyrst og fremst í þeirri samfélagsmynd sem dregin er upp heldur persónu sóparans sem segir söguna. Ólafur Jónsson (1979:154-55) áttaði sig á þessu en hann segir í ritdómi: En óhugnaðurinn í lýsingu [sóparans] stafar af því að hvert skref á óhappaferli hans er stigið af yfirveguðu ráði, við leiðsögu skynseminnar [...]. Mest er um það vert að hugarheimur hans, svo fráleitur og óhugnanlegur sem hann virðist, er byggður upp úr tómum raunhæfum efnisatriðum, alkunnum hlutum, atburðum sem hafa gerst og eru að gerast, skoðunum og viðhorfum sem alkunn eru í samtíðinni og áhrifamikil í stjórnmálum og verkalýðspólitík. Mynd Jakobínu Sigurðardóttur af sóparanum kann að þykja einhæf og öfgafengin ekki síður en framtíðarsýn hennar, en henni verður ekki vísað á bug sem fjarstæðu; þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.