Andvari - 01.06.2011, Síða 112
110
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Nú verður ekki af þessari auglýsingu ráðið hvort „heimsfrægð“ skáldsögunn-
ar telst til almæltra tíðinda á Islandi eða hvort frægðin er kynnt til sögunnar
í auglýsingaskyni (þannig er „heimsfrægðin“ gjarnan enn notuð á íslandi á
okkar dögum). Vafalítið höfðu ýmsir hér á landi heyrt Hemingways getið (til
dæmis þeir sem dvalist höfðu erlendis eða lesið erlend blöð) og einhverjir hafa
jafnvel kynnt sér verk hans, en líklegt má telja að margir íslendingar hafi fyrst
kynnst verki eftir hann í þessu „þýðingarformi“: kvikmyndinni Niður með
vopnin. Upp úr þessu fer nafn hans að sjást öðru hverju í íslenskum blöðum og
tímaritum. Þann 12. janúar 1935 skrifar Sigurður Nordal í Morgunblaðið ítar-
legan ritdóm um bókina Sögurfrá ýmsum löndum (III. bindi) og segist sakna
„nýjabragðs“, höfunda eins og Katherine Mansfield, Ernest Hemingway og
fleiri. I Vestfjarðablaðinu Skutli 2. mars 1935 greinir Guðmundur G. Hagalín
frá nýjum bókum á Bókasafni Isafjarðar, m.a. „Farvel til vábnene eftir
Hemingway“, sem „gerist á ítölsku vígstöðvunum á stríðsárunum - og síðan
í Sviss. Lýsir hún auk stríðsins á dásamlegan hátt hreinum og djúpum tilfinn-
ingum manns og konu. Er þetta trúlega einhver bezt skrifaða og áhrifamesta
skáldsagan, sem út hefur komið á seinni árum.“ A þessum tíma þótti enn full-
komlega eðlilegt að íslensk bókasöfn keyptu danskar þýðingar á bókmenntum
enskrar tungu (sem og annarra tungna), og vafalaust hefur einnig mátt nálgast
Hemingway á dönsku í íslenskum bókabúðum.
En um þetta leyti komst líka á prent fyrsta íslenska þýðingin á sögu eftir
Hemingway, smásagan „Light of the World“, sem birtist í tímaritinu Iðunni
1934 undir heitinu „Ljós heimsins“. I sögunni ramba tveir drengir, Tommy
og sögumaður (sem er líklega Nick Adams, sem margar af smásögum
Hemingways fjalla um), inn á bar í ókunnum bæ og fara síðar inn á óhrjálega
lestarstöð þar sem fyrir eru fimm hórur, sex hvítir karlar og fjórir rauð-
skinnar. Þar upphefst kostuleg samræða sem í allri lágkúru sinni snýst þó um
uppljómun í veröldinni. Þýðandi er Halldór Kiljan Laxness sem einnig ritar
stuttan formála. Þar með taka og að samtvinnast þræðir þessara tveggja höf-
unda í íslensku bókmenntalífi. Eins og Peter Hallberg hefur bent á, er tæpast
tilviljun að Halldór átti eftir að skrifa bók sem ber sama heiti og þessi þýðing,
þótt sú saga gerist í öðrum heimi.18 í formála að sögu Hemingways segir
Halldór að upp úr hinum „ótérlega, fúllynda heimi“ sögunnar rísi „snögg-
lega hin dýrlega goðsögn um ljós heimsins, Stefa Ketil, og bregður ljóma
yfir sálir mannanna [...]“. Fyrr í formálanum kallar hann skáldskaparstefnu
Hemingways „spegilmynd af dauðateygjum borgaralegs hugmyndaheims“.
Ljóst er að hann les söguna að einhverju leyti inn í það pólitíska umrót sem
hann tók þátt í sem einn af „rauðu pennunum“ á íslandi.
Þetta er merkileg þýðing og Halldór sýnir skemmtilega dirfsku við að fylgja
eftir knöppu orðafari og stíl Hemingways, jafnt í lýsingum („Úti var gott og
dimt“) og í samræðum, sem eru slangurkenndar . Halldór þýðir „mossbacks“