Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 119

Andvari - 01.06.2011, Side 119
ANDVARI Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY 117 hugsað og talað á spænsku. En nánar segir Stefán hinsvegar af þýðingarglím- unni í bréfi sem hann skrifaði Erlendi látnum og lætur fylgja áðurnefndu bréfi til Sigfúsar Daðasonar.30 í eftirmálsorðum Sigfúsar kemur fram að Stefán hafi einnig þýtt leikrit Hemingways um Spánarstríðið, The Fifth Column, en sú þýðing mun hvorki hafa verið sviðsett né birt á prenti. Oft er nefnt að með stuttu skáldsögunni, eða nóvellunni, The Old Man and the Sea (1952), hafi Hemingway slegið vopnin úr höndum þeirra gagn- rýnenda sem töldu að hápunktur ferils hans væri tryggilega að baki, eins og best mætti ráða af skáldsögunni Across the River and Into the Trees (1950), sem fyrr var getið. Sænska akademían lét bókarinnar um gamla manninn og hafið sérstaklega getið í greinargerð sinni um Hemingway er hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1954. Sama ár birtist hún í íslenskri þýðingu Björns O. Björnssonar. Hér segir af sjóferð gamla mannsins Santiago, sem ekkert hefur veitt lengi, þannig að drengurinn sem verið hefur aðstoðarmaður hans er látinn hætta að fara út með honum. Hann fer því einn til veiða þennan dag, einmitt þegar hann krækir í stærsta fisk ævinnar - og úr þessari klisju veiðisagnanna: sögunni um stærsta fiskinn - býr Hemingway til magnað verk. Við lestur þessarar sögu um roskinn mann sem glímir einn við náttúruöflin og nýtir til þess alla sína þekkingu, skynjun og næmi fyrir umhverfinu - uns segja má að hann renni saman við náttúruna - hafa íslenskir lesendur stundum hugsað til annarrar snilldarnóvellu með viðlíka sniði, það er að segja Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson - þótt sögusviðið þar séu íslensk firnindi en ekki Karíbahafið. Jafnvel hafa verið vangaveltur um að Hemingway kunni að hafa þekkt sögu Gunnars, sem út hafði komið í enskri þýðingu um 1940.31 Ekki hefur það fengist staðfest og aðalatriðið er að samanburður þessara verka er frjór og getur skerpt sýn okkar á viðfangsefni þeirra. Jafnframt er ljóst er að í nóvellu sinni fléttar Hemingway saman þræði úr fyrri reynslu - ekki síst grunntón veiðimennskunnar og hina næmu náttúrusýn - en til vitnis um hana eru m.a. Afríkubókin Green Hills of Africa (1935) og sögurnar af Nick Adams í miðvestrinu. Þegar Gamli maðurinn og hafið var birt öðru sinni á íslensku, endurskoð- aði Kristján Karlsson þýðingu Björns. Frá þessu greinir útgefandinn í eftir- málsorðum og segir endurskoðun Kristjáns felast í því „að færa þýðinguna nær upphaflegum texta. Hér er alls ekki um nýja þýðingu að ræða, en orðalagi og orðaröð er vikið við allvíða.“32 í reynd eru breytingarnar stundum veru- legar, og er samanburður allra textanna, frumtextans og beggja þýðingar- textanna, hnýsilegt rannsóknarefni, eins og svo margt annað í þeim þýðingum sem hér hefur verið getið og flestar hafa verið lítt kannaðar. Hér hefur verið sérstaklega vikið að þeim bókarverkum sem út höfðu komið á íslensku þegar höfundurinn lést - og kallaði þar með á þá umfjöllun um hann sem greint var frá fyrr í þessari grein. Ef litið er á bókamarkaðinn sem ráðandi mælikvarða,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.