Andvari - 01.06.2011, Side 121
ANDVARI
Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY
119
spjall manna á milli, sem stundum skiptir hvern og einn talsverðu máli og
sprettur gjarnan af efni sem hefur birst einhversstaðar. „Umræða“ er mjög
vítt hugtak í öllu þessu samhengi. Með tilurð rafrænna gagnabanka eins og
Gegnis (gegnir.is) og Tímarit.is (timarit.is) hefur orðið auðveldara en ella að
finna efni í íslenskum tímaritum og dagblöðum. Við skoðun íslenskra dag-
blaða kemur fljótt í ljós að Hemingway hefur gríðarlega oft borið á góma á
opinberum vettvangi hér á landi. Margt af þessu efni - t.d. stuttir rabbpistlar
um höfundinn eða fjölskyldu hans - kann að teljast léttvægt á menningar-
legum vogarskálum en það getur samt átt drjúgan þátt í að festa höfundinn í
sessi innan menningarkerfisins.34 Bókmenntalegt vægi höfundarins er hins-
vegar fremur staðfest í ítarlegri umræðu í bókum, blöðum og tímaritum (m.a.
þýddum greinum), sem og í formálum og eftirmálum með þýðingum, og í
ritdómum um hin þýddu verk. Á íslensku liggur fyrir mikið af slíku efni um
Hemingway eins og fram kemur í meginmáli og aftanmálsgreinum þessarar
ritsmíðar.
Ummerki um áhrif hins erlenda höfundar á innlenda kollega hans geta
verið óljós og umdeilanleg, en umræðan um þau getur orðið til að styrkja
stöðu hins meinta áhrifavalds - stundum að því er virðist á kostnað þeirra
sem fyrir áhrifunum verða. Þegar hefur verið nefnt að Indriði G. Þorsteinsson
var á sínum tíma gagnrýndur fyrir að feta stílslóðir Hemingways í fyrstu
verkum sínum.35 En slík gagnrýni hefur líka dunið á fleiri höfundum, jafnvel
allnokkru fyrr. Árið 1940, fimm árum eftir að Guðmundur G. Hagalín hafði
fagnað Hemingway fyrir hönd bókasafnsins á ísafirði, skrifar hann grein
í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann gagnrýnir harkalega bók Olafs
Jóhanns Sigurðssonar, Liggur vegurinn þangað?, og telur hana einkennast af
„aðfluttum“ stíleinkennum. „Halldór Laxness hefur auðsýnilega orðið að þola
ágang í sinni landareign af hendi Ólafs Jóhanns“, og svo hefur Ólafur einnig
„brugðið sér til Ernest Hemingway. En það er hvorttveggja, að Ólafur Jóhann
hefir ekki leitað hjá honum að ilmgrösum og ekki er hverjum og einum hent
að rækja svo græðlinga frá Hemingway, að þeim þyki ekki skift um til hins
verra, enda er hörmung að sjá hinn ameríska gróður hjá Ólafi - og þefurinn
af honum ekki góður.“36
Þessi Hemingway-fælni hneigist greinilega og af einhverjum ástæðum
til vissra öfga og birtist meðal annars í því að hver étur upp eftir öðrum að
margir hafi reynt að skrifa eins og Hemingway en ekki fari nú vel á því. Samt
er Hemingway stöðugt hampað fyrir einmitt þessi áhrif. Þess vegna er frels-
andi að lesa hin hispurslausu orð Péturs Gunnarssonar um áhrif Hemingways
á Laxness, sem áður var vitnað til. Og hvað Indriða G. Þorsteinsson varðar
þá má vissulega sjá svipmót af Hemingway í til dæmis skáldsögunni 79 af
stöðinni. Full ástæða væri til að kanna tengsl þeirra betur og endurskoða þau
fordómalaust. Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur, sem kannað hefur