Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 145

Andvari - 01.06.2011, Page 145
ANDVARI KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA 143 gefa Þýskaland. En þegar hún hafði séð á eftir stórum hluta fjölskyldu sinnar í fangabúðir gat Annie ekki dulist lengur það ástand sem ríkti í landinu sem hún unni. Seint og um síðir hófu hjónin að undirbúa flótta. Þann 27. febrúar 1944 tókst Annie, Jóni og dætrunum Snót og Líf að komast burt. Stefnan var tekin til Svíþjóðar. „Öll byrjun er erfið“ Þegar síminn hringdi laugardaginn 12. júlí árið 1947 hefði Annie ekki getað gert sér í hugarlund hve óbærilegar fréttir biðu hennar hinum megin línunnar. Á fimm árum hafði hún misst nánast allt sem henni var kært; foreldra, heimili, tónlistarferilinn og síðast eiginmanninn sem hún hafði helgað sig af ósérhlífni. Samband Anniear og Jóns hafði staðið tæpt árum saman. Við komuna til Svíþjóðar féll Jón fyrir forstöðukonu gistiheimilisins sem þau komu sér fyrir á. Annie var ósátt við skilnaðinn og dró það í hálft annað ár að samþykkja að hann næði fram að ganga.58 En loks varð hún að láta undan. Hann var kaldur laugardagsmorgunninn er veröld gyðingakonunnar frá Teplitz riðaði enn til falls. Það var í baðstaðnum Hamburgsund á vesturströnd Svíþjóðar sem atburðurinn átti sér stað sem setti óafmáanlegt mark sitt á til- veru Anniear og markaði lífi hennar stefnu til æviloka. í símanum var Charles Barkel, sænskur fiðluleikari og prófessor. Líf sótti hjá honum fiðlutíma á sumrin. Tónlistin var ástríða sem þær Annie áttu sam- eiginlega en Líf þótti efnilegur hljóðfæraleikari. Sátu þær ósjaldan í þriðju röð í Konserthuset í Stokkhólmi og hlýddu á sinfóníutónleika.59 Líf hafði alla tíð verið glaðvær stúlka. En þær erjur sem höfðu geisað innan fjölskyldunnar í kjölfar skilnaðar Anniear og Jóns höfðu sett mark sitt á hana. Hún hafði grennst fram úr hófi og glampinn sem ávallt hafði verið til staðar í augum hennar var horfinn. Þegar Líf dvaldi í Hamburgsund hjá Barkel hóf hún hvern dag á því að synda eins kílómetra leið til Jakobseyjar og til baka stundvíslega klukkan sjö. Að morgni 12. júlí varð aldraður fiskimaður á vegi hennar þar sem hún gekk niður að strönd. Hvasst var í veðri og kalt og varaði maðurinn Líf við að leggjast til sunds. Líf kvaðst vön að synda þessa leið hvern einasta dag. Það var í síðasta sinn sem þessi 17 ára gamla stúlka sást á lífi. Barkel tjáði Annie í símann að Líf væri týnd. Annie og Snót héldu tafar- laust til Hamburgsunds og voru komnar þangað næsta dag. Sundföt Lífar og skór fundust á ströndinni sem benti til þess að hún hefði gengið nakin í sjóinn. Leitað var með netum við kletta og sker, úr vélbátum, togurum og flugvélum. Annie stjórnaði leitinni að mestu sjálf. Á níunda degi, þegar allir nema Annie
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.