Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 150

Andvari - 01.06.2011, Page 150
148 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI Um var að ræða endurvarp tónleika með verkum Jóns sem fram höfðu farið í Berlín kvöldið áður. Tónleikana hafði Annie Leifs skipulagt af þrautseigju og ekki látið sívaxandi andúð í garð gyðinga í Þriðja ríki Hitlers aftra sér frá ítrekuðum heimsóknum í áróðursmálaráðuneytið til að koma þeim í kring. Það var engin tilviljun hve vel þungur kraftur og köld reisn Þjóðhvatar féll að lýsingu Davíðs á fornu norrænu hetjusálinni. Jón Leifs var þeirrar skoð- unar að Island geymdi lykilinn að endurreisn fornnorrænnar menningar og sú hetjuhugsjón sem þar birtist lá til grundvallar allri tónlist hans. Hetjusálin sem Jóni þótti felast í „[hörkunni] í hinum norræna sársauka“ og birtast sem „yfirráð skapgerðarinnar yfir tilfinningunni, andans yfir sálinni“ var honum alla tíð leiðarljós.77 Lífsförunaut gæddan þessum eiginleikum fann Jón í smávaxinni gyðinga- konu frá Miðevrópu. Sem ungur og upprennandi konsertpíanisti fór Annie Riethof gegn vilja fjölskyldu sinnar og gekk að eiga fátækan tónlistarmann með óræða drauma frá eyju lengst norður í Atlantshafi. Með því gaf hún eftir þá veraldlegu velmegun sem hún hafði alist upp við í skiptum fyrir tilveru helgaða hinum háu listum. Og listagyðjunni færði hún ófáar fórnir. Þótt sjálf væri hún hljóðfæraleikari sem reyndi eftir mætti að hasla sér völl sem slíkur urðu þær þó flestar Jóni Leifs til handa. Annie Leifs lagði allt í sölurnar fyrir manninn sem hún elskaði og tónskáldið sem hún dáði. „Djörf og sterk“ stóð hún honum við hlið og af ósérplægni lék þau hlutverk sem hann þarfnaðist af henni hverju sinni; hún var honum eiginkona og móðir barna hans, lista- gyðja og vinur, ráðgjafi, viðskiptafélagi, aðstoðarkona og ritari svo fátt eitt sé nefnt. En svo fór að konan, sem hafði gefið og gefið svo eitt fremsta tónskáld íslendinga mætti blómstra, missti allt; manninn sem hún elskaði, dætur sínar tvær - aðra í hafið, hina í svartnætti geðsjúkdóms - fjölskyldu, heimkynni, eigur og loks ástkæran píanóleikinn er hún hlaut skaða á hendi. Sem mikill áhrifavaldur í lífi merkasta tónskálds okkar - og sem merki- legur listamaður sem lifði stórbrotna ævi - má velta yfir því vöngum hvort Annie Leifs eigi ekki heimtingu á að sögu hennar verði gerð skil. Er ekki tími til kominn að hún fái sína eigin ævisögu? Aðferðir félagssögunnar sem átt hefur upp á pallborðið innan sagnfræðinn- ar síðustu áratugi hefur gefið kvennasögu byr undir báða vængi. Við athugun kemur hins vegar í ljós að íslensk ævisagnaritun ber þessarar þróunar lítt merki. Séu Bókatíöindi, bæklingur sem gefinn er út árlega af Félagi íslenskra bókaútgefenda og hefur að geyma yfirlit nýútgefinna bóka, skoðuð sést að minna en þriðjungur ævisagna sem komið hafa út á árunum 2000-2010 fjallar um konur. Ekki nóg með það. Sé meðaltal síðustu fimm ára borið saman við árin þar á undan kemur í ljós að þeim fer fækkandi.78 Tölur þessar gefa ekki tilefni til bjartsýni um að Annie Leifs verði í bráð gerð skil í sérstakri bók. Og því miður eru áherslur í útgáfu ekki eina fyrir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.