Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 46
A H i n g| £ s Ih á M <S) ii ira p
eftir Jón J. Bíldfell
Fyrir nærri fimm árum síðan var
hafinn undirbúningur meðal þjóð-
ar vorrar heima, til þess að minn-
ast hins merkilega atburðar í sögu
norrænna þjóða, að Alþingi íslend-
inga yrði þúsund ára gamalt árið
1930. Það var ekki eingöngu elzt
allra löggjafarþinga á Norðurlönd-
um, heldur og um víða veröld. —
Kaus Alþingi nefnd manna til að
undirbúa hátíðarhöld þessi, og í
nefndina voru skipaðir: þáverandi
bæjarfógeti, herra Jóhannes Jó-
hannesson, formaður, herra Ásgeir
Ásgeirsson fræðslumálastjóri, ritari,
en meðráðendur: forsætisráðherra
íslands, ex officio; fyrverandi for-
sætisráðherra hra. Sigurður Egg-
erz, dómsmálaráðherra hra. Jónas
Jónsson, verkstofustjóri hra. Pjet-
nr G. Guðmundsson og prófessor
hra. Magnús Jónsson.
í febrúar 1926 var hátíðarmál
þetta rætt á þingi Þjóðræknisfé-
lagsins, og svo frá því gengið, að
stjórnarnefndinni var falið að leita
sér upplýsinga urn það, og koma
fram með tillögu á næsta þingi urn
þátttöku félagsins. Til þess að hafa
þetta sérstaka verk með höndum,
voru þessir þrír menn kosnir úr
stjórnarnefndinni: Jón J. Bíldfell,
Jakob F. Kristjánsson og Árni Egg.
ertsson.
Nefnd þessi starfaði svo það
sumar og safnaði ýmiskonar upp-
lýsingum, er hún svo lagði fyrir
þjóðræknisþingið veturinn á eftir.
Mælti hún fastlega með því, að
Þjóðræknisfélagið skipaði þegar
fasta nefnd í þetta mál, er strax
væri látin taka til starfa, því nóg
væri að gera.
Síðla haustsins 1926 barst svo
forseta Þjóöræknisfélagsins bréf
h'ka frá formanni Undirbúnings-
nefndarinnar í Reykjavík, þess efn-
is, að óskað var eftir að Þjóðrækn-
isfélagið tæki mál þetta á dagskrá.
Var nefndarálitið og bréf þetta lagt
fyrir Þjóðrælknisþing í febrúar 1927
og nefnd manna kosin, er síðar
bætti við sig, unz hana skipuðu að
lokum 12 menn.
Nefndin tók þegar til starfa. —
Margbrotið verk lá fyrir höndum.
Fyrst var að kynna almenningi
málið og vekja athygli fyrir hátíð-
inni meðal fólks yfirleitt. Til þess
voru ferðir farnar fram og aftur um
þvera álfuna. Næst var að komast
að hagkvæmum samningum við
eitthvert skipafélag um ferðina. —
Lagði nefndin aðaláherzluna á að fá
fargjöld færð niður úr því, sem þá
voru. Þá stóðu fargjaldataxtar svo,
að á þriðja farrými kostuðu far-
bréf fram og til baka milli Montreal
og Norðurlanda $196.00, en með
þeim var ísland flokkað; til Khafn-
ar $172.00, og til Englands $150.00.
Öll sanngirni mælti með því, að
með beinni ferð, er farin yrði frá
Montreal til Reykjavíkur, yrðu far-
bréf eltki seld dýrari en þau eru til
Englands. En hér var við ramm-
ann reip að draga. Ekki var hægt
að leigja boðlegt skip til fararinn-