Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 49
ALÞINGISHÁTÍÐIN
15
anleg til móts við “Montcalm”, langt
fram á Faxaflóa. Oss, sem með
skipinu vorum, skildist strax, að
kér væri um virðingarvott að ræða
af hálfu stjórnarinnar á íslandi, því
hún ein á ráð á þeim skipum, og
heimfai-endur allir urðu hugfangn-
ir af velvildinni, sem slíkur höfð-
ingsskapur bar vott um. Á milli
kl. 8 og 9 e. h. kom landið í aug-
sýn. Það var Reykjanesskaginn,
og skömmu síðar sáust varðskipin
konia. Þau voru fagurlega skreytt.
fánum og að öðru leyti vel og tign-
ai'lega búin. Með þeim komu á
miUi 60 og 70 manns frá Reykja-
Vl’k, þar á meðal tveir af ráðherr-
uni stjórnarinnar, þeir Jónas Jóns-
son dómsmálaráðherra og Einar
Árnason fjármálaráðherra. For-
sætisráðheiTann, sem ætlaði að
vera með í förinni, hindraðist, svo
hann gat ekki komið. Einnig und-
irbúningsnefndarmenn Alþingishá-
tíðarinnar allir. Auk þeirra voru
nrargir Alþingismenn, embættis-
^nenn úr Rvík og nokkrir Vestur-
íslendingar, þar á meðal þeir séra
^ögnvaldur Pétursson og Ásmund-
ur P. Jóhannsson, sem voru farnir
heim á undan aðalhópnum. Þegar
skipin mættust, lögðust varðskipin
við hliðina á “MontcalnT’, og stigu
Þeir, sem á þeim komu, Um borð á
farþegaskipiö. Eftir stutta dvöl í
aðalsetustofu skipsins, var gengið
niður í borðsalinn á fyrsta farrými
eu þangað höfðu áður safn-
ast allir íslendingar, sem með skip_
inu voru. Þegar niður í borðsaiinn
k°m, gerði séra Rögnv. Péttursson
nndirbúningsnefndarmenn Alþingis-
hátíðarinnar kunnuga fyrir þeim,
Seui þar voru komnir.
Fyrverandi bæjarfógeti og for-
seti Undirbúningsnefndar Alþingis-
hátíðar, hra Jóh. Jóhannesson, tók
þá fyrstur til máls. Beindi hann
orðum sínum aðallega til Heimfar-
arnefndar Þjóðræknisfélagsins og
þakkaði henni starfið. Bauð hann
hana og alla gesti, er með skipinu
voru, hjartanlega velkomna til
landsins. Svaraði Jón J. Bíldfell,
forseti Heimfararnefndar Þjóðrækn
isfélagsins, ræðu forsetans, og
þakkaði fyrir hönd Heimfararnefnd-
arinnar hina vinsamlegu kveðju og
alla samvinnu og aðstoð sem Heim-
fararnefndin hefði orðiö aðnjótandi
frá hálfu Undirbúningsnefndarinn-
ar. Ávarpaði þá ritari Undirbún-
ingsnefndarinnar, hra. Ásgeir Ás-
geirsson, fræðslumálastjóri og for-
seti sameinaðs þings, gestina og
hina erlendu fulltirúa, er með skip-
inu voru, bauð þá alla velkomna til
hátíðarinnar. Er hér var komið
sögunni, var skipið komið inn á
höfn og lagst, og söngflokkur
Reykjavíkur og Akureyrar komnir
um borð ásamt fleiri gestnm úr
landi. Eftir fræðslumálastjóra tók
hra. Einar H. Kvaran rithöfundur
til máls. Skýrði hann aðkomu-
mönnum frá því, að efnt væri til
samkomu í öðru kvikmyndaleik-
húsi Reykjavíkur, Nýja Bíó, eftir
hádegi daginn eftir (laugardag),
og þangað væri öllum Vestur-ls-
lendingum boðið. Tók þá söng-
flokkurinn við að skemta. Eftir
að “Ó, guð vors lands” hafði verið
sungið, og hljóðfæraflokkur skips-
ins skemt með hljóðfæraslætti,
neyttu menn hressingar, er fram
var reidd af skipsþjónum, og heils-
uðu upp á kunningja og vini. Kom