Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 52
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA ar og hefir verið þróttmesta menn- ingaratriðið á vegferð hennar í þús- und ár. Hvað aðrar þjóðir snertir, var þetta ekki eins eðlilegt. Þær vissu lítið eða ekkert um sögu þjóðarinnar, og það sem þær vissu, var í flestum tilfellum rangt, >utan tiltölulega fárra menntamanna, er sérstakt far hafa gert sér um að kynnast sögu þjóðarinnar og menn- ingarlegum þroska hennar í fortíð og nútíð. Fjöldinn vissi því ekkert um, að þegar aðrar þjóðir vógust með vopnum og einveldishugsunin velti sér yfir löndin, og yfirgangur harðstjóranna þrengdi æ meir að einstaklingsfrelsi og einstaklings- rétti, að þá stofnuðu íslendingar af eigin hvöt lýðveldi, er hvíldi á rétti og frelsi einstaklingsins. Hann vissi lítið eða ekkert um andlegt at- gervi þjóðarinnar — um áhrif ís- lendinga til forna á ljóðagerö og sagnaritun á Norðurlöndum, né heldur hversu mikið afl að frum- leiki íslendinga til forna og andlegt atgervi þeirra hefir verið þjóðinni sjálfri í gegnum þúsund ára stríð við ótal erviðleika og þrautir. Þegar menn lieyrðu talað um að þessi af- skekta og litla þjóð, Íslendingar, ætluðu að fara að halda hátíð til minningar um þúsund ára gamalt þing, fannst þeim að grundvöllur sá, sem slíkt stjórnarfyrirkomulag hefði hvílt á í þúsund ár án þess að hrynja, myndi hafa verið vel t^yggður, svo það væri gaman að kynnast fyrirkomulaginu og þjóð- inni. Þriðja aðstaðan að þessu máli, þeirri fyrstu skyld, var aðstaða Vest ur-íslendinga. Þeir eldri þekkt.u og nutu minningaauðs þess, er knýtti hugi og hjörtu þjóðarinnar íslenzku við þessa hátíð, og voru að því leyti eitt með þjóðinni, en hátíðin var meira fyrir þá. Hún var tilefni til endurfunda vina og vandamanna eftir hálfrar aldar aðskilnað, og hún var þeim vakning og hvöt, til meiri atorku, sannari drengskapar og einlægari sjálfsprófunar í öllu, er þeir höfðu í arf þegið frá feðrun- um, og hátíðin minti hvern hugs- andi mann svo átakanlega á. Þeir yngri voru ekki og eru ekki eins fast knýttir við safn endur- minninganna, landið eða þjóðina. Myndina, sem þeir áttu, höfðu þeir fengið frá foreldrum sínum, úr bókmn, og svo frá sínu eigin ímynd unarafli. En hugur þeirra var samt bljúgur og sál þeirra viðkvæm, er þeir sáu landið, þar sem foreldrar þeirra voru fæddir — landið, sem geymir duft ættfólks þeirra í skauti sínu; landið, sem bauð þá vel- komna, er þeir sigldu upp að því. Það er ekki í fljótu bragði hægt að gera sér grein fyrir vanda þeim og erfiðleikum, sem íslenzka þjóð- in og þeir, sem fyrir hennar hönd voru staddir í, við undirbúning þessarar hátíöar. Þeir þurftu að taka aðstöðu alls þessa fólks, sem um hefir verið getið, til greina og fullnægja vonum þess, seðja for- vitni þess og svala eftirvæntingu þess, að svo miklu leyti sem unt var. Það þurfti að sjá því fyrir gistingu, bæði í Reykjavík og á Þingvöllum, þar sem engin tæki voru fyrir hendi og allan kost þurfti að flytja langar leiðir til að fullnægja þörfum meira en þrjátíu þúsund manna, og það þurfti að sjá um veðrið, sem meira reið á með 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.