Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 70
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA “Með því að hátíð þessi er al- veg einstök í sinni röð og uni er að ræða hið elzta löggjafarþing er ,nú er uppi, stofnað af hinni ís- lenzku þjóð árið 930, og “Með því að þjóðin íslenzka með bókmentum hennar er sagnvörður sameiginlegra þjóðminja og erfi- menningar hinna norðlægari þjóða, náskyld að uppruna og menningu þjóðflokkum þéim er meiginhluti íbúa þessa ríkis er runninn frá, og “Með því að fleiri íslendingar og fólk af íslenzkum ættum er búsett í ríki þessu en nokkru öðru ríki í Bandaríkjunum, og þessir synir og dætur þessa norðlæga lands hafa reynst þjóðhollir fyrirmyndarborg- arar, lagt virðulegan skerf til upp- byggingar ríki þessu og þjóðinni í heild sinni, varpað ljóma yfir þetta kjörlandi sitt, sem og föðurlandið, Þá ákveður löggjafarþing Norð- ur Dakotaríkis Að ríkið Norður Dakota, gegn- um löggjafarþingið, sendi þjóðinni og stjórninni á íslandi hamingju- óskir sínar við þetta sögulega tæki- færi, heimili ríkisstjóranum að skipa opinberan fulltrúa, er mæta skuli fyrir ríkisins hönd á þessari þúsund ára afmælishátíð hinnar íslenzku “þingmóður”, til þess að frambera þar kveðjur og árnaðar- óskir ríkisins og feli ríkisstjóranum að láta gera viðeigandi skrautritað afrit af þingsályktunartillögu þess- ari og selja það hinum tilskipaða fulltrúa í hönd, til afhendingar stjórninni á íslandi.” Samþykt 9. marz, 1929. Eg færi yður hér með, á þess- ari hátíðlegu stund, kveðjur allra íbúa Norður Dakotaríkis — jafnt karla, kvenna sem barna. Margir þeirra eru synir og dætur þessa lands, allir, að segja má, norrænir að ætt og uppruna. Hver einasti íbúi ríkisins sendir Alþingi og hinni íslenzku þjóð hina innilegustu kveðju, og óskar þess að það fái jafnan borið gæfu til þess aö semja hin spökustu lög, er orðið geti til blessunar fyrir þjóðina um kom- andi aldir. Þá langar sjálfan mig einnig til þess að óska landinu til hamingju með allar þær framfarir og um- bætur, er orðið hafa á öllum svið- um. Jafnframt því sem oss ber að heiðra landnámsmennina, er fyrstir bygðu landið og stofnuðu Alþingi, þá virðist mér sem afkom- endur þeirra, og eigi sízt núlifandi kynslóð eigi engu minna hrós skil- ið. Hún hefir varðveitt frelsið, er forfeður hennar börðust fyrir. Hún hefir ávaxtað, og veitt heiminum aðgang að fróðleik þeim, sem þeir söfnuðu. Hún hefir gert meira til þess að hagnýta auðsuppsprettur landsins en allar kynslóðirnar, sem á undan henni eru gengnar. Eg spái því að framtíð íslands muni verða að mun glæsilegri en fornöid þess hefir nokkru sinni verið. Samkvæmt umboði því, sem mér er fengið af hálfu ríkisstjórans með því að vera skipaður fulltrúi við há- tíðarhaldið, eins og þingsályktunar- tillagan mælir fyrir, leyfi eg mér að bera árnaðar- og samúðarkveðjur Norður-Dakotaríkis, Alþingi, ís- landi, stjórn þess og þjóð. Þá mælti ræðumaður þessum orðum á íslenzku: “Löggjafarþing Norður Dakota samþykti þingsályktunartiliöguna {-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.