Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 70
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Með því að hátíð þessi er al-
veg einstök í sinni röð og uni er
að ræða hið elzta löggjafarþing er
,nú er uppi, stofnað af hinni ís-
lenzku þjóð árið 930, og
“Með því að þjóðin íslenzka með
bókmentum hennar er sagnvörður
sameiginlegra þjóðminja og erfi-
menningar hinna norðlægari þjóða,
náskyld að uppruna og menningu
þjóðflokkum þéim er meiginhluti
íbúa þessa ríkis er runninn frá, og
“Með því að fleiri íslendingar og
fólk af íslenzkum ættum er búsett
í ríki þessu en nokkru öðru ríki í
Bandaríkjunum, og þessir synir og
dætur þessa norðlæga lands hafa
reynst þjóðhollir fyrirmyndarborg-
arar, lagt virðulegan skerf til upp-
byggingar ríki þessu og þjóðinni í
heild sinni, varpað ljóma yfir þetta
kjörlandi sitt, sem og föðurlandið,
Þá ákveður löggjafarþing Norð-
ur Dakotaríkis
Að ríkið Norður Dakota, gegn-
um löggjafarþingið, sendi þjóðinni
og stjórninni á íslandi hamingju-
óskir sínar við þetta sögulega tæki-
færi, heimili ríkisstjóranum að
skipa opinberan fulltrúa, er mæta
skuli fyrir ríkisins hönd á þessari
þúsund ára afmælishátíð hinnar
íslenzku “þingmóður”, til þess að
frambera þar kveðjur og árnaðar-
óskir ríkisins og feli ríkisstjóranum
að láta gera viðeigandi skrautritað
afrit af þingsályktunartillögu þess-
ari og selja það hinum tilskipaða
fulltrúa í hönd, til afhendingar
stjórninni á íslandi.”
Samþykt 9. marz, 1929.
Eg færi yður hér með, á þess-
ari hátíðlegu stund, kveðjur allra
íbúa Norður Dakotaríkis — jafnt
karla, kvenna sem barna. Margir
þeirra eru synir og dætur þessa
lands, allir, að segja má, norrænir
að ætt og uppruna. Hver einasti
íbúi ríkisins sendir Alþingi og hinni
íslenzku þjóð hina innilegustu
kveðju, og óskar þess að það fái
jafnan borið gæfu til þess aö semja
hin spökustu lög, er orðið geti til
blessunar fyrir þjóðina um kom-
andi aldir.
Þá langar sjálfan mig einnig til
þess að óska landinu til hamingju
með allar þær framfarir og um-
bætur, er orðið hafa á öllum svið-
um. Jafnframt því sem oss ber
að heiðra landnámsmennina, er
fyrstir bygðu landið og stofnuðu
Alþingi, þá virðist mér sem afkom-
endur þeirra, og eigi sízt núlifandi
kynslóð eigi engu minna hrós skil-
ið. Hún hefir varðveitt frelsið, er
forfeður hennar börðust fyrir. Hún
hefir ávaxtað, og veitt heiminum
aðgang að fróðleik þeim, sem þeir
söfnuðu. Hún hefir gert meira til
þess að hagnýta auðsuppsprettur
landsins en allar kynslóðirnar, sem
á undan henni eru gengnar. Eg spái
því að framtíð íslands muni verða
að mun glæsilegri en fornöid þess
hefir nokkru sinni verið.
Samkvæmt umboði því, sem mér
er fengið af hálfu ríkisstjórans með
því að vera skipaður fulltrúi við há-
tíðarhaldið, eins og þingsályktunar-
tillagan mælir fyrir, leyfi eg mér að
bera árnaðar- og samúðarkveðjur
Norður-Dakotaríkis, Alþingi, ís-
landi, stjórn þess og þjóð.
Þá mælti ræðumaður þessum
orðum á íslenzku:
“Löggjafarþing Norður Dakota
samþykti þingsályktunartiliöguna {-