Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 72
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA mannréttindanna, sem stofnuðu liið forna Alþingi. Síðasta dag hátíðarinnar var tek- ið á móti kveðjum og ávörpum frá fulltrúum, er mættu fyrir hönd hinna og annara félagsstofnana út- lendra. Þá var og sjálfu þinginu slitið, er setið hafði hátíðisdagana. Lýsti forsætisráðherra hátíðarslit- urn síðla um kvöldið. Mjög var hljómlist iðknuð við há- tíöarhaldið, einkum söngur. Verð- laun höfðu verið boðin og veitt fyr- ir beztu hátíðarljóðin. Söngflokkar úr fjarlægum héruðum keptu hver við annan. Þjóðlegar listir voru endurvaktar, rímnakveðskapur og fleira. Öll kvöldin fóru fram íþróttasýn- ingar og dans á stórum palli er reistur hafði verið framan í brekku, þar sem náttúran sjálf lagði til há- pallana eða upphækkuðu sætin. Þar var íslands glíman sýnd og sigur- vegaranum afhent belti að launum af konungi. Hin íslenzka glíma er allólík amerískri glímu, og er mikið ásjálegri, liprari og listfengari. — Á þessum palli voru fimleikasýningar, er bæði konur og karlar tóku þátt í. Ef til vill hrifu mann einna mest þjóðdansarnir og þjóðsöngvarnir, sem sýndir voru og sungnir af um 100 ungum drengjum og stúlkum, 8—12 ára að aldri. Það var unun á að horfa. Hestaveöhlaup fóru fram sein- asta daginn. íslenzku hestarnir eru ekki mikið stærri en Hjaltlands hestar, en eru furðanlega þrótt- miklir og úthaldsgóðir; þeir bera 200 punda mann. Þangað til nú fyrir skemstu hafa þeir verið aðal- farartækin. Nú eru bifreiðarnar og flutningabílarnir að rýma þeim burtu. Á hverju kvöldi á Þingvöllum voru höfð veizluhöld fyrir fulltrúa og boðsgesti. Stór og fagur borð- salur, er rúmaði hundruðir manna, hafði verið reistur. Ræður fluttu í veizlum þessum, Hans Hátign Kristján X. konungur íslands og Danmerkur, er mælti á íslenzka tungu; ríkiserfingi Svía, Gustaf Adolph, sérlega skýr og viðfeldinn maður um fimtugt, forsætisráð- herrar og stjórnmálamenn frá ýms- um löndum. Á margar tungur var mælt. í einni ræðunni bauö for- seti sameinaðs þings gestina vel- komna á 7 tungumálum, og var leikinn í þeim öllum. Einu varanlegu byggingarnar á Þingvöllum eru kirkja, prestssetur og bóndabær og gistihús, sem er þjóðareign. Hátíðina sóttu rúmar 30,000 manna, og varð að sjá meira en helming þeirra fyrir gistingu á völlunum; enda var eins og heila boi’g að líta af tjöldum þar á völlun- um yfir hátíðina. Hver bær og sýsla höfðu sitt aðaltjald fyrir samkomur og gleðimót, en matreiðslu-, veit- inga- og svefntjöldum raðað um- hverfis. f aðaltjaldinu voru hér- aðsmót á hverju kvöldi, þó naum- ast verði komist svo að oröi. Á þessum tíma er nóttin raunar ekki til á íslandi. Á þessum mótum var sungið, ræður fluttar, rímur kveðn- ar og sögur sagöar fram á nótt. Þetta var sérlega viöeigandi þáttur í hinu þjóðlega hátíðarhaldi. Einstaklega góð regla var á öllu. Þúsundir fólks voru fluttar til og frá Reykjavík í bílum kvelds og morguns, og aðeins varð eitt slys,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.