Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 73
ALÞINGISHÁTÍÐIN 30
einn lokaður bíll valt um, en enginn
meiddist. Vegirnir eru mjóir og
ekki allskostar góðir ennþá, en bíl-
stjórar hinir varkárnustu ökumenn
sem eg hefi þekt. Ökuleyfi fá þeir
eltki fyr en þeir hafa gengið undir
ítarlegt próf; jafnvel eigendur fá
ekki ökuleyfi án prófgöngu. Lög-
regluþjónar voru settir til eftirlits
og aðstoðar fram með veginum
með stuttu millibili, ef eitthvað
kynni að bera út af. Einn lögreglu-
þjónn Reykjavíkur er Norður Da-
kotamaður, alinn upp í Bantry og
þjálfaður í lögregluliði Cliicago-
borgar, glæsilegur og þróttmikili
að vallarsýn, yfir 6 fet á hæð.
Bindindislöggjöf kornst á snemma
á íslandi, en Spánverjar þvinguðu
þjóðina til þess að gera nokkra
rýnikun á vínbanninu, með því að
kóta því að banna innflutning á
íslenzkum fiski, ef til íslands yrði
bannaður innflutningur á spönsk-
um vínum; en á Spáni er einhver
bezti fiskimarkaður íslendinga. Til
miðlunar var því bannið gegn létt-
um vínum afnumiö. Vikuna fyrir
hátíðarhaldið lokaði'stjórnin fyrir-
varalaust öllum vínsölubúðum; eng-
in vín var hægt að kaupa meðan
hátíðin stóð yfir. Víst er um það,
að drykkjuskapur var ekki merkj-
anlegur.
Síðasta samkoman í sambandi
við hátíðarhaldið fór fram í þing-
salnum í Reykjavík 30. júní síð-
ðegis. Þá voru gr!pir og gjafir af-
hentar, er sendar höfðu verið til
iandsins. Þýzkaland gaf íslandi við
þetta tækifæri tilrauna- og rann-
sóknarstofuáhöld, til rannsóknar á
alidýrasjúkdómum. önnur ríki gáfu
uámssjóði, fögur leirker, málverk
og bækur. Forseti Alþmgis var
sæmdur merki heiðursfylkingarinn-
ar frönsku; og forseti undirbún-
ingsnefndar Alþingishátíðarinnar
hæsta stigi Dannebrogsorðunnar.
Þýðingarmest allra var þó gjöf
Bandaríkjanna, standmynd úr eir
af Leifi Eiríkssyni. Burtness con-
gressmaður afhenti gjöfina, skýrði
stuttlega frá þingályktunartiilögu,
er hann gerði, er heimilaði og á-
kvað gjöfina og $50,000 til að kosta
hana. Tillagan hafði verið sam-
þykt af báðum deildum congressins
og undirrituð af Hoover forseta. —
Þá flutti Sveinbjörn Johnson sér-
lega áheyrilega tölu um landafundi
fornnorænna manna, og rakti sögu
þess, hvernig Leifur Eiríksson,
fæddur og uppalinn á íslandi, fann
Ameríku, sem liann kallaði “Vín-
iand’’, árið 1000, eða 492 áimm á
undan Columbusi. Söguleg skil-
ríki um þenna landafund hafa
geymst á íslandi.
Kveðjusamsæti var haldið sama
kvöldið í hinum stóra og veglega
borðsal á Hótel Borg. Þar voru
samfagnaðarræður fluttar og árn-
aðaróskir á mörgum tungumálum,
af fulltrúum hinna ýmsu þjóöa. —
Forsætisráðherrar Danmerkur, Sví-
þjóðar og Noregs, fluttu ræður.
Lord Newton talaði fyrir hönd
Stóra Bretlands, Dr. Brandson fyrir
Canada, og hr. F. H. Fljózdal fyrir
Bandaríkin. Mikill velvildarhugur
kom í ljós til hinnar íslenzku þjóð-
ar og allir voru í bezta sltapi. Með
þessu var hátíðinni lokið.
Meðan á hátíðinni stóð útbýtti
konungur íslands fyrir hönd Alþing-
is um 100 minnispeningum um há-
tíðina, úr gulli. Voru þeir afhentir