Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 83
Eftir J. Magnús Bjarnason. Með Eggerti Jóhannssyni er til nioldar hniginn einn hinn mætasti og vinsælasti maður, sem uppi hefir verið með Vestur- íslendingum, og einn þeirra manna, sem mest og bezt tóku þátt í því, að viöhalda íslenzkri tungu hér vestan hafs og sporna við því, að íslenzkt þjóðerni hér f landi hyrfi á svipstundu eins og dropi í sjóinn. — Eg ætla ekki að fara að skrifa æfisögu hans, né segja frá starfi lians í þágu vestur- íslenzkrar blaðamensku, sem hann var svo lengi viðriðinn. En mig langar til að fara nokkrum orðum um þá viðkynningu, sem eg hafði af honum, og lýsa honum eins og hann kom mér fyrir sjónir og reynd- ist mér. Eggert var fæddur að Vindheim- um í Skagafirði 1. nóvember 1860. Eaðir hans var Jóhann (d. 1919) Jóhannsson bónda á Vindheimum, Jóhannessonar hrepþstjóra á Víði- völlum í Skagafirði, Eggertssonar lögréttumanns á Ökrum, er var af hinni alkunnu Svalbarðsætt og kominn í beinan karllegg frá Magn- usi hinum prúða., sýslumanni á Bæ a Rauðasandi, Jónssonar á Sval- barði, Magnússonar. En móðir Eg- gerts Jóhannssonar var Árnfríður (d. 1876) Jóhannesdóttir, og voru þau hjónin Jóhann og Arnfríður ná- skyld. Jóhann var tvíkvæntur og hét seinni kona hans Guðbjörg Eyjólfsdóttir. Er dóttir þeirra Guð- rún Jónína í Seattle, Wash., kona Árna Sumarliðasonar gullsmiðs, Sumarliðasonar. En þau af systkin- um Eggerts, er eg veit um, eru þessi: Árni, bóndi við Hallson, N. Dakota, kvæntur Önnu dóttur Björns Jóns- sonar frá Sleitustöðum í Skagafirði og Sigríðar Þorláksdóttur; Árnfríð- ur, ekkja Jóhanns Árnasonar frá Krithóli; og Hólmfríður Rósa (d. í Seattle, Wash., 1928), er átti Pál Ólafsson frá Litladalskoti í Skaga- firði. Öll voru þau systkinin vel gefin og mannvænleg og mikils metin af öllum, er kynni höfðu af þeim. Eggert Jóhannsson fluttist með foreldrum sínum vestur um haf sumarið 1876, og kom til Winnipeg 8. ágúst, og var hann þá á sextánda árinu. Faðir hans settist að við ís- lendingafljót þá um haustið, og bjó þar þangað til 1881, að hann fluttist til Dakota og nam land nálægt Hallson í Pembina County. Eggert dvaldi í Nýja-íslandi bóluveturinn (1876-7). Þá ium veturinn dó móð- ir hans. Eftir þann vetur fór hann í vinnu til hérlendra manna, og vann algenga vinnnu þangað til í júlímán- uði 1883, að hann tók til starfa við vikublaðið “Leif”; og var hann eftir það ritstjóri við íslenzkt blað, þang- að til í júnímánuði 1897, að hann hætti með öllu blaðamensku. Um tvö ár kendi hann við alþýðuskóla í Nýja-íslandi. En í aprílmánuði 1900 komst hann að skrifstofustörf- um í landskjalastofu (Land Titles
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.