Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 86
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ast honum. Þann vetur hafði hann mjög stopula vinnu, og las hann þá kappsamlega margar góðar bækur, eins og t. d.: leikrit Shakesspeare’s, sögur Charles Dickens, ljóðmæli Byrons, Thomas Moore’s, Robert Burns og Longfellows, og fleira. Þá um veturinn voru sýndir á leikhús- inu í Winnipeg nokkrir ágætir sjón- leikir, þar á meðal tveir eða þrír gleðileikir eftir Shakespeare, og fór Eggert oft í leikhúsið um það leyti, og hafði mikla unun af. Og þann vetur skrifaði hann íslenzkan sjón- leik, all-langan, sem þó var ekki leikinn og kom aldrei á prent. Ann- að leikrit samdi hann stuttu síðar, í félagi með Sigurbirni Stefánssyni, og mun það hafa verið sýnt í sam- komuhúsi hins íslenzka Framfara- félags í Winnipeg. Sigurbjörn var bráðgáfaður maður og skáld og drengur góður, og voru þeir innileg- ir vinir, hann og Eggert. Þenna vetur (1882—3) þýddi Eggert á íslenzku sérlega fallega smásögu enska, og var sú þýðing í alla staði ágæt. Sýndi hann nokkr- um vinum sínum þýðinguna, og þar á meðal Stefáni Pálssyni, sem þá var aðstoðarmaður Helga Jónssonar ritstjóra og útgefanda vikublaðsins Leifs, er byrjaði að koma út í maí- mánuði 1883. Varð þetta til þess, að Helgi réð Eggert í þjónustu sína, og mátti heita að Eggert væri að mestu ritstjóri blaðins eftir það, unz það hætti að koma út í júní- mánuði 1886. En í september um haustið byrjaði Heimskringla að koma út, og var Frímann B. Ander- son eigandi og ábyrgðarmaöur þess blaðs, en meðritstjórar þeir Eggert Jóhannsson og Einar Hjör- leifsson. Þegar fram liðu stundir, varð Eggert aðalritstjóri biaðsins, og var það um langt skeið, og hann var líka ritstjóri “Aldarinnar” eitt eða tvö ár, en hætti við blaða- mensku voriö 1897. Séra Friðrik J. Bergmann segir um Eggert Jóhannsson í sögunni um íslenzku nýlenduna í Winnipeg (Sem út kom í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1906): “Eftir því, sem hann (þ. e. Eggert) var ritstjóri lengur, sýndi hann meiri og meiri áhuga á að ræða velferðar- mál Vestur-íslendigna, eigi síður en vaxandi dómgreind og andlegan þroska’’. — Þetta er í alla staði satt og rétt. Eggert var ætíð hreinn og óskiftur í öllum málum, sem hann beitti sér fyrir. Og hann var einn þeirra, sem mest og bezt hafa unn- ið fyrir viðhaldi íslenzks þjóðernis, íslenzkrar tungu og íslenzkra bók- menta í Vesturheimi. í þarfir þess eingöngu eyddi hann beztu kröft- um sínum á bezta skeiði æfinnai'. Og það er óhætt að segja, að eng- inn íslenzkur ritstjóri, fyr né síðar, hefir átt við meiri örðugleka að stríða í blaðamenskunni en hann, og enginn verið vinsælli. — Á með- an hann var við ritstjórastörf rið- inn, var hlutskifti hans eingöngu hvíldarlaust strit og lúi. Hann hafði aldrei langað til að verða blaðamað- ur, en það var alveg eins og atvikin hefðu ýtt honum út á þá braut, þvert á móti vilja hans. Á meðan hann var ritstjóri Heimskringlu, þýddi hann úr ensku margar langar skáldsögur, er flest- ar birtust í blaðinu; þar á meðal: “Kotungurinn eða Fall Bastdar”, eftir A. Dumas; “Valdimar munkur’’
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.