Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 91
57 EGGERT JÓHANNSSON hluta sakir má telja í fremsbu röð íslenzkra kvenna hér vestan hafs. Hún er sérlega vel að sér til munns og handa, og kann svo vel til hús- stjórnar, að hún á fáa sína líka. Heimili þeirra Eggerts og Elínar var ætíð fyrirmyndarheimili. Börnin voru gáfuð og myndarleg og hátt- prúð. Og Eggert var mikið um það hugað, að þau gætu mentast sem allra hezt; enda hlutu þau öll góða mentun og stunduðu nám við æðri skóla. Elzti sonurinn, Lawrence, útskrifaðist frá Manitoba háskólan- um vorið 1913, og las lögfræði hæði í Manitoba og British Columbia, og hefir gegnt málafærslustörfum í Vancouver um langt skeið, og er nú meðiimur eins elzta lögfræðingafé- lagsins þar. Hinir synirnir, Joseph og Alexander, náðu einnig háskóla- mentun og eru í miklu áliti, og hafa lengi haft mikilsvarðandi störf á höndum. Þeir Lawrence og Joseph voru í Canadahérnum í stríðinu mikla, og var Lawrence lautinant í flughernum (Royal Flying Corps á Englandi). — Allar dæturnar náðu úárri skólamentun, og læröu jafn- framt hraðritun. Ellen, elzta dótt- ú’in, er gift Roane Thorpe lögmanni í Los Angeles í California; en þær Ena og Lillian eru ógiftar og eru újá móður sinni í Vancouver. Lau ár (1912—16), sem eg dvaldi í Vancouver, B. C., átti eg heima skamt þaðan, sem Eggert bjó, og sá eg hann iðulega. Hann var vanur að koma heim til nún á sunnudög- 'um, því að um aðra daga var ekki að ræða. Hann vann alla virka úaga á landskjalastofunni í New Westminster. Liði einhver helgi- úagur svo að eg sæi hann ekki, þá fanst mér, að eg hafa mikils mist. Svo vænt þótti mér um hann, og svo mikla ánægju hafði eg af að tala við hann. Til hans leitaði eg oft ráða, um eitt og annað, og bar ótak- markað traust til hans, því að hann reyndist mér eins og bezti bróðir frá því fyrsta til liins síðasta. Hann var hjartfólginn vinur minn og sannur velgerðamaður. — Eg man eftir því, að hann hafði sérstakt yndi af því, að ganga um vissar stöðvar í Vancouver og grendinni, eins og til dæmis: Stanley Park (lystigarðinn fræga), Litlafell, Shaughnessy-hæð- ir og Point Grey. Hann var röskur göngumaður og virtist ekki taka það nærri sér, þó hann gengi margar mílur hvíldarlaust. Og þó við fær- um sömu leið aftur og aftur, þá gat. hann altaf bent mér á eitthvað nýtt, sem eg hafði ekki áður tekiö eftir. Einkum þótti honum fallegt útsýn- ið frá Litlafelli. Og fjöllin fyrir norðan Burrardfjörðinn voru í hans augum undrafögur og tilkomumik- il, og þau mintu hann á viss fjöll á íslandi. Hann elskaði þetta land, en þó einkum Kyrrahafsströndina, af því að þar var mild veðrátta og stuttur vetur, og af því að þar voru svipmikil fjöll og frjósamir dalir. og grænir skógar, svalandi f jallaloft og hressandi hafgola; og hann trúði því staðfastlega, að Canada ætti mikla og bjarta framtíð. En þó honum þætti svona vænt um þetta land, þá unni hann íslaudi þrátt fyrir það. Eg man það glögt, þegar Stephan G. Stephansson kom vestur á Kyrra- hafsströnd í febrúarmánuði 1913. íslendingar í Voncouver höfðu boð- ið honum þangað vestur, til þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.