Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 93
EGGERT JÓHANNSSON
59
ári, og var hann búinn að vera veik-
ur all-lengi. Hann hafði látið í ljós
nokkru áður en hann dó, að hann
vildi að lík sitt yrði brent, og var
það gert.
Æfistarf Eggerts Jóhannssonar
var mikið og gott, og áhrifin af lífi
hans munu lengi vara. Hann var
sannur afbragðsmaður, með göf-
ugri sál og mikilli skapfestu; mað-
ur, sem vinir hans máttiu treysta í
blíðu og stríðu. Hann var svo góð-
ur heimilisfaðir, að betri getur ekki.
Hann ávann sér traust og viröingu
allra, sem umgengust hann. Og all-
ir höfðu gott af því að kynnast hon-
um. Og það mætti segja um hann
það sama og Col. Ben. G. Whitehead
sagði um Magnús lögmann Brynj-
ólfsson, að heimurinn hefir grætt á
því að hann lifSi í honum.
Elfros, Sask.,
1 maí 1930.
Hví sM.yldln egf f
Hví skyldi eg hryggjast á hausti.
þó hrynji af greinunum blöð?
— Þau losna við líkamleg fjötur,
og lyftast í vindblænum glöð.
Því æfistarf þeirra er endað,
— þó oss virðist sumarið stutt, —
En yndið, sem augum þau veittu
er andans — sem burt hefir flutt.
Og líkaminn visni mun vafinn
í vetrarins drifhvíta lín. —
Hann sameinast moldinni mjúku,
þá mildirík vorsólin skín.
En yndið, sem augum þau veittu,
er aflgjafi hjarta og sál.
því fegurðin talar og túlkar
hið tignasta alþjóða mál.
Jakobína Johnson.