Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 104
©2°e
Saga
Eftir Arnrúnu frá Felli.
í fyrndinni var fögur og frjósöm
eyja austur í liafi. Þann tíð ríkti
þar konungur er Geirröður hét, kall-
aður af þegnum sínum “hinn góði’’.
Hann var maður friðsamur og vitur.
Eigi fór hann með hernað, en var þó
ríkur af gripum og gangandi fé.
Einn grip mat hann mest: gull-
hjarta mikið; kallaði hann það fjör-
egg sitt. Var það ættargripur;
hafði móðir hans gefið honum það
með þeim ummælum, að láta ei af
hendi meðan aldur entist, en ánafna
syni er við ríki tæki; mætti það ei
úr ættinni ganga, ella lilytist ilt af.
Hlýtti Geirröður konungur því. Tók
sonur lians við ríki að honum látn-
um. Drotning hans var kona glys-
gjörn og óhófsöm; kom að því að
fjárhirzlan tæmdist Eitt sinn er
konungur tók sér miðdagsblund, tók
hún gulhjartað til myntsláttunnar,
og gaf skipun um að bræða það og
slá úr því peninga. En er hjartaö
kom í deigluna, varð sprenging
mikil; nötraði eyjan, en höllin brann
til kaldra kola. Varð engu bjargað,
hvorki mönnum né munum. Litlu
síðar óðu sjóræningjar á land,
brendu og brældu, rændu og rupl-
uðu. Síðan er eyjan eyðisker.
* * *
Enginn kemur svo til Cleveland,
Ohio, að ekki heyri hann talað um
“torgið”. Þar mætast allir spor-
vagnar, þar mælir fólk sér stefnu-
mót; og þar er stígið á Euclid Ave-
nue vagninn, þegar maður fer að
lieimsækja Ömmu Sveinsson. Hún
og dóttir hennar, Ásta van Buren,
búa í hliðargötunni, þar sem Metho-
distakirkjan og Liggetts lyfjabúðin
horfast í augu á horni á Euclid Ave.
Þær leigja uppbúin herbergi.
Rökkrið var að læðast á tánum
um borgina. Það smeygði sér inn í
stofuna til Ömmu Sveinsson, sló
slæðu yfir hana, þar sem hún sat
í djúpa grænklædda stólnum. Hún
misti niður lykkju, reyndi að taka
hana upp, en það fór í handaskol-
un, reyndi aftur, óstyrkur hægri
handarinnar jókst, og fleiri lykkjur
féllu niður. Hún lagði prjónana í
kjöltu sér, lagði hendurnar ofan á
þá — kræklóttar lúa-hendur. Hún
lieyrði að Ásta kom ofan stigann,
einhver var að tala við hana; nú
féll útidyrahurðin að stöfum, það
var þrýst á hnapp í veggnum; Amma
fékk stýrur í augun. Ásta laut nið-
ur að henni og kysti hana á vang-
ann.
“Eg leigði hliðarherbergið á háa-
loftinu myndarlegum manni, sem
vinnur í hattadeildinni hjáTaylor;
og ef Mrs. Maseck á miðloftinu
verður kyr, þá get eg látið tuttugu
dali í bókina á laugardaginn. En
hvað þér hefir miðað vel með sjal-