Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 129
FYRIRLESTUR UM ANDRA JARL
95
aö geta þeirra að sem minstu, eð-
ur þeir leggja þeim til brezti, sem
við vitum þeir ekki liöfðu. Að þessu
kveöur svo ramt um Andra jarl, að
þó eg hafi bæði leitað í Hostetters
Bitters og Þjóðvinafélags almanök-
unum, þar sem fæðingar eða dauða
merkra manna er getið við flesta
mánaðardaga, þá hefir Andri ekki
getaö fengið einn einasta af hálfu
fjórða hundraði, ekki einu sinni
þenna staka hlaupársdag. Líka
hefi eg farið nákvæmlega yfir “Árs-
tíðir og merkisdaga” eftir Stúdent
Guðmund Þorláksson, þar sem all-
ar messur og dýrölingsdagar eru
upp taldir; en hvergi er þar Andri
nefndur einu orði. Það er því rétt
fyrir tilviljan, að vér vitum að hann
dó; þess er getið í rímum, sem við
hann eru kendar, og sem er það
eina, sem við höfum að halda okk-
ur til, en að hann hafi fæðst, þess
er þar hvergi minst. Síðar löngu,
mörgum rímum eftir fráfall hans,
er móðir hans nefnd, en hvað hún
hét áður eða eftir að hún giftist,
er hvergi sagt; hún er blátt áfram
kölluö “Andra móðir”, sem sýnir,
að þá þegar var Andri oröinn fræg-
ur, nokkurskonar ættarhaukur, sem
öll skyldmenni hans kendu sig við.
Vér vitum, að hún var ekkja; bjó
á eyðiey; hefir Andri sonur henn-
ar alist þar upp við brimskelli ins
beljanda hafs, og brothrun inna
slútandi bjarga, og ber Andri ljós-
ar menjar, hver áhrif það hefir
haft á inn unga svein, því þegar
hann var kátur og galsi í honum,
hlóg hann svo átakanlega hátt, að
höllin nærri skalf, og ef honum
varð fótaskortur, datt hann æfin-
Iega svo þunglamalega, að hann
beinbrotnaði.
Af móðurinni hefir hann eflaust
erft kapp það og ötulleik, sem
seinna kom fram, því ekki lét liún
hlut sinn fyrir stórbokkum eins og
Högna og hans kumpánum, þó hún
þá væri oröin hrum og barnslaus.
Nokkuð var hún kaldlynd og ein-
ræningsleg, því aldrei gekk Andri
sonur hennar á dansleika, né bað
sér stúlku, fyr en hann var full-
tíða maður og fluttur frá henni.
Allra manna umfangsmestur.
Það mátti segja um hann, eins og
íslenzki bóndinn sagði um biskup-
inn sinn, “honum var ekki fysjað
saman”. Það var eins og breidd
og lengd hefðu verið að þreyta það
með kappi, hvor þeirra gæti bygt
lengra út á við, og í fátinu, sem á
þeim var, skeyttu þær ekkert um
útlitið, svo liörundið varð dekkra
en á hvítum mönnum. Skeggið
var tinnusvart og liðaðist ofan um
brjóstið. Það var eins og maður-
inn við fyrsta álit sýndist tómt
skegg, en hvorki fang né bringa.
Ef hann opnaði munninn til að
hlæja, gengu varirnar, sem voru
þykkar og sællegar, í alt einum
hnyklum og bugðum, eins og á-
nægjan með öllum sínum glaða
hóp, ætlaði sér að lialda feluleik
inn í munnvikjunum á honum. Var
auðséð að manninum var einlægni
með að hlæja. Nefið var digurt
og karlmannlegt; nasirnar nokkuð
fláar að framan, og lýstu því að
Andri myndi vera stórlyndur, og
draga andann þungt, ef honum
væri mikið niðri fyrir. Hann var
kallaður úteygur, en var það í
rauninni ekki, en viðlitinu var ein-