Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 130

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 130
96 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hvern veginn svo háttað, að það var eins og maður mætti augunum æfinlega fyrst, hvar sem maður leit á andlitið. Fyrir löngu hafði hann lagt niður að láta hár sitt vaxa, svo að höfuðkúpan sást í allri sinni nöktu fegurð; hærur og hárskerar gerðu svip hans hvorki ellilegri né unglegri. Svona var Andri í broddi lífs síns; líklegast hér um bil 45 ára að aldri, því séra De Wit Talmadge segir að menn fari þá almennast að hugsa sér fyrir heimili; en þetta er einmitt kveldinu áður en Andri fór sína al- ræmdu bónorðsför, að vér höfum þessa lýsing af honum. Þannin var þá in ytri ásýnd mannsins. Um hina innri eða andlegu hlið hans getum vér verið þeim mun stuttorðari, sem hinni er iýst ná- kvæmar. Ekki er getið um neins- konar skóla á eynni, sem Andri ólst upp á, enda er hann skólunum alveg óháður, og stefna hans öll liggur í hinu “praktiska”. Þó hef- ir hann eflaust á einhverjum sunnudagsskóla heyrt söguna um “Goliath’’, þvf “Goliath” liefir snemma verið hans uppáhalds hetja og fyrirmynd. Að skora hvern mann á hólm strax, sem þeir höfðu mæzt og heilsast, hláturinn og storkunaryrðin, þegar enginn þoröi til við þá, er svo allsendis ein- kennilegt hjá báðum, að oss liggur við að segja að Andri hafi farið þar svo langt, að hann hætti við að vera “original”, og áhrif þau, sem Goliath hafði á hann, leiði hann stundum óafvitandi út í að stæla hann. Eftir því sem sést, hafa trú- arskoðanir hans verið mjög ó- ákveðnar, eitthvað svipað því sem Danir kalla “De skjönnes Ideale”, Hann hefir dýrkað “ið fagra”, því óðar en hann heyrir getið innar ljómandi dóttur Loga konungs, ef- ar hann ekki sögurnar um hana í minsta máta, en langar strax til að eignast hana, og leggur á stað, eins og pílagrímur ástarinnar, til að biðja innar fögru Svanhvítar, þó þau hefðu aldrei sést áður, og hann mætti því búast við hryggbroti. Enda var það það, sem reið hon- um að fullu, því í þeirri ferð slokkn- aði hetjan út af, eftir að hafa gefið meðbiðlum sínum sinn undir hvorn og klappað konuefninu undir hök- una. En þó hann væri fallinn, hafa þó áhrif þau, sem hann hlaut að hafa á sína öld, þegar komið í ljós á samtíðarmönnum hans, og það svo greinilega, aö sumir inir röm- ustu andstæðingar hans hafa líkst honum hvað mest, til dæmis þeir Högni og Helgi. Takið hvern helzt sem þið viljið, af öllum þeim, sem saga hans getur um, og eg skal sýna ykkur, að hann var ekkert nerna svo mikið eður lítið brot af Andra jarli. Högni gat ekki stilt sig um að giftast Svanhvíti, alt eins og Andri, og Helgi reif af Högna alla garmana alt inn að skyrtunni, öldungis eins og Andri. En áhrif hans lágu reyndar dýpra, og komu fyrst fram löngu seinna, þegar farið var að tæta í kaupstað- inn á íslandi, og kveða rímur á kvöldin. Það er á “praktisku’’ hlið- ina, iðnað íslands, tóvinnuna, sem Andri hafði mest áhrif. Þeim á- hrifurn lýsti Jón Thóroddsen af- bragðs vel í Manni og Konu, þar sem hann segir: “Og hóf hann (Þorsteinn) að lcveða . . . nálin hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.