Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 136

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 136
102 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA urðarmest og merkilegast. — Laug- arvatn, Víkingavatn, Apavatn og Langavatn hafa hvert um sig til síns ágætis nokkuð, en þó ekki það, sem töfrandi geti talist. Svo er og um þá bæi flesta, sem kendir eru við dal. Laxárdalur er gott nafn og var þó enn betra fyrrum, með- an lax gekk í ána. En ef til vill mætti rétta við nafnið með klaki. Sum nöfn benda á eða minna á horfna dýrð. En oftast er sökin hjá mönnunum, þegar staðurinn kafn- ar undir nafni. Sum nöfn hafa feng- ið uppreisn af þeim mönnum, sem fæddust eða lifðu við örnefnin. Djúpidalur fóstraði Björn Jónsson, og hefir hann ágæti sitt af því. Mjóvidalur, sem nú er í eyði, bar lum stund í skauti sínu Stephan G. Stóridalur hafði á að skipa Kristj- áni bónda, sem reisti rönd Pétri Hafstein amtmanni, sem eigi þótti dælt að hnippast við. Forsæludalur er nafnkunnur síðan Glámur var þar sauðamaður, féll og gekk aft- ur. Það er ekki allskostar undar- legt, þó að reimt geröist í þeim dal, sem svo var gerður, að forsæl- an átti heima í honum. Forynjur margskonar búa í forsælunni og er sú trú gömul. Vér finnum til geigs við nafnið og hröðum okk- ur úr honum til Unaðsdals. Þar er liverskonar yndi og sólarsýn dá- samleg og fagur fjörður í nánd. Unaðsdalur og Sunnudalur keppa hvor við annan um þær mannssál- ir, sem vilja fara pílagrímsferðir til heilagra staða innan lands. Unaðs- dalur liggur hliðhalt inn frá ísa- firði, en Sunnudalur skáhalt inn frá Vopnafirði. Því er svo háttað sumstaðar í landi voru, að hreinn himinblær vakir við suma hálend- ishnjúka, sópar frá þeirn þokuryki og bandar við skýjablikum. Þetta getur háleitur andvari gert inn við öræfi, þegar þokubrækju þæfir frá hafi og leggur inn til dala. Mest ber á sólskinshlýju í þeim dölum, sem liggja skáhalt frá meginfjörð- um inn til háfjalla. Þannig myndi vera háttað Sunnudal. Og svo er Hörgárdal í sveit komið. Stórhríð- irnar rása fram hjá honum og ill- viðrin. En sólbráð hænist að hlíð- inni, sem leggur vangann við suð- urátt. í þeim brekkum etur úr snemma á vorin. Þar er gróðurnál- in snemmindis fædd og jörðin sprettur þar fyrri en í ósveitum, sem Eyjólfur lærði í Svarfaðardal nefndi svo. Heyin hirðast fljótt í góðu sveitunum. í einni þess hátt- ar sólarsveit er Auðbrekka og Brak - andi. Annað nafnið segir til um þurkinn, en hitt gefur í skyn, að auðsæld fylgi veðurblíðu, grasvexti og hirðing heyja. Og þetta er lauk- rétt. Hungur og hallæri í landi voru stafar að hálfu leyti af heyskorti, eða vondum heyjum, að hálfu leyti af aflabresti. — Þær sveitir, sem veðursælar eru, hafa í seinasta lagi svelt sitt fólk. En undarlegt er landið okkar, þar sem svo er hátt- að, að í sömu sveit er Auöbrekka og Þelamörk — Þelamörk er að vísu land frostbitru, sem læsir sig niður í jörðina. Þeli er jarðfrost. Blíða og óblíða fer eftir því, hvað við horfir. Það sem snýr undan sól, kennir veðrið af þeim vættum, sem setja merki sitt á Jökulfirði, Sval- barð og Svalvoga. Þau náttúrulög gilda á Þelamörk. En Svásuður faðir sumars andar á Auðbrekku- löndin og Sunnudalsstöðvarnar. Sunnudalur, Hörgárdalur og Un~ aðsdalur eru á norðanverðu land- inu. En á sunnanverðu Fróni er Sólheimatunga. Það nafn er ljóð- rænast allra bæjarnafna og mun torvelt að komast lengra í þeirri list. Þetta nafn er svo dýrðlegt að það liefir á sér eilífðarblæ viðlíka sem Ódáinsakur. Norðlendingar mega öfunda Sunnlendinga af þessu örnefni eða eiginnafni. Vér reyndum að bjarga oss með Bald- ursheimi, sem reyndar er fleiri en einn. Sá sem er í Mývatnssveit, er kunnastur og á víst mesta fegurð í vitum sínum. Þar er víðsýni eins og mun hafa verið á Breiðabliki,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.