Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 151
ELLEFTA ÁRSÞING
117
í þessu efni; sést það í því, að málið er
meira rætt manna á meðal, og greinar
hafa birzt í blöðunum því viðvíkjandi.
Formaður nefndarinnar hefir fengið
fjölda bréfa, bæði frá fólki hér I álfu og
heima á Islandi. Lýsa þau bæði áhuga
einstakra manna, og sýna, að ákveðin
hreyfing á sér stað á Islandi til félags-
stofnunar, er það markmið hafi, að
“klæða landið”.
Talsvert hefir verið sent til Islands af
útsæði; en það hefir alt verið verk B.
Magnússonar, sem byrjað hafði á þvi áð-
ur en Þjóðræknisfélagið tók málið að
sér og skipaði nefndina. Það getur því
í raun réttri talist með störfum nefnd-
arinnar.
Að endingu leyfum vér oss að bera
fram eftirfarandi tillögur:
1. Að Þjóðræknisþingið taki málið til
alvarlegrar umræðu, og reyni að finna
ráð til þess að hrynda því sem fyrst
til verulegra framkvæmda.
2. Að stofnað verði til sambands milli
vor og þess félags heima, sem verið er
-að undirbúa til skóggræðslustarfa.
Winnipeg, 26. febr. 1930.
Sig. Júl. Jóhannesson.
J. P. Sólmundsson
B. Magnússon
Arni Eggertsson.
Séra Guðmundur Arnason lagði til, að
fela þriggja manna nefnd frekari íhugun
skógræktarmálsins. G. S. Friðriksson
studdi. Samþykt. Nefndin: Séra G. Arna-
son, Ásg. Bjarnason, J. K. Jónasson.
trtgáfumál Tímaritsins lá því næ3t
fyrir. Séra R. E. Kvaran las upp svo
hljóðandi álit hlutaðeigandi nefndar:
Alit útgáfunefndar Tímaritsins.
Nefndin lætur í ljós ánægju sína yfir
starfrækslunni á síðasta ári með útgáfu
Tímaritsins. Að vísu verður útgáfu-
kostnaður nú með mesta móti, sökum
þess að Tímaritið er að mun stærra en
undanfarin ár. En hins vegar má sú
stærð vera öllum félagsmönnum fagnað-
arefni. Eins og kunnugt er, á félagið þvi
láni að fagna að geta birt í Tímariti
sínu ritgerðir eftir ýmsa mikilhæfa fræði-
menn á Islandi, og eru þær ritgerðir allar
ntaðar i samhengi nokkuru, og tilefni
þeirra er Alþingishátíðin væntanlega. Telj
um vér áreiðanlegt, að félagsmönnum og
Vestur-Islendingum í heild sinni þyki
hinn mesti fengur að geta átt von á
Tímaritinu í slíkum hátíðarbúningi á
þessu ári.
En önnur ástæða til þess að Tímaritið
er stærra en venjulega, er sú, að mun
meira er nú flutt í því af auglýsingum
en nokkru sinni hefir áður verið. Mun
andvirði auglýsinganna nema sem næst
2900 dollurum. Telur nefndin skylt að
þakka þeim mönnum, sem að þessu hafa
unnið með svo miklum dugnaði.
Á undanförnum þingum hefir nokkuru
sinni verið um það rætt, að breyta til-
högun á útgáfu Tímaritsins. Láta það
komu út oftar en eitt sinn á ári, hafa
í þvi sérstaka deild fyrir unglinga o. s.
frv. Nefndinni er kunnugt um að stjórn-
arnefndin hefir ekki getað tekið þær
bendingar til greina á þessu ári með
því að svo sérstaklega hefir staðið á
með innihald ritsins, er þegar hefir verið
gert grein fyrir. En hinsvegar viljum
vér og eigi heldur ráða til slíkra breytinga
á næstu árum. Valda því auglýsing-
arnar,sem eru aðal tekjulind félagsins.
Þá er og einnig von um að ráðin verði
bót á þörfinni fyrir unglingariti á annan
hátt, sem vér hyggjum að gert verði
grein fyrir í sambandi við annað þing-
mál.
Jafnframt því sem nefndin leggur til
að útgáfunni verði hagað líkt og að
undanförnu, vill hún láta hér í ljósi þá
ósk sína, að tekið verði upp aftur að
rita drög að sögu Islendinga hér í álfu,
sem svo ágætlega var hafin af hálfu
ritstjórans, er nú hefir legið niðri um
hríð.
Að endingu leggur nefndin til að þing-
ið ráði sama ritstjóra til næsta árs og
með sömu kjörum og að undanförnu.
Á þingi Þjóðræknisfélagsins, 26. febrú-
ar, 1930.
Ragnar E. Kvaran
R. Arnason,
Arni Eggertson.
Séra F. A. Friðriksson lagði til, að
nefndarálitið væri samþykt, eins og það
lægi fyrir. Th. J. Gíslason studdi. Sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.